fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fréttir

Guðni leiðir sögugöngu um Þingvelli

Ritstjórn DV
Föstudaginn 14. júní 2024 16:48

Guðni Th. Jóhannesson Mynd/Skjáskot RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands mun klukkan 11:00 næstkomandi sunnudag 16. júní leiða sögugöngu um Þingvelli. Á Facebooksíðu forseta Íslands segir:

„Við fögnum nú 80 ára lýðveldisafmæli og um helgina er efnt til hátíðar á Þingvöllum af því tilefni. Sjálfur leiði ég sögugöngu með fjöldasöng á sunnudaginn klukkan 11:00 þar sem gaman væri að sjá sem flest ykkar. Ég hvet ykkur líka til að kynna ykkur þá fjölbreyttu dagskrá sem fram fer í þjóðgarðinum alla helgina. Skundum á Þingvöll!“

Gangan hefst frá gestastofunni á Haki klukkan 11. Rölt verður niður á Lögberg og þaðan á gamla Valhallarreitinn. Söngblaði verður dreift á staðnum og hvatt verður til fjöldasöngs. Viðburðurinn er öllum opinn og ókeypis. Þetta kemur fram á Facebooksíðu þjóðgarðsins á Þingvöllum.

Gangan mun standa yfir í um klukkustund.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi