fbpx
Fimmtudagur 13.febrúar 2025
Fréttir

Bikblæðingar á vettvangi rútuslyss – Vegarkaflinn „ein stór tjörudrulla“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 14. júní 2024 21:04

Yfirlitsmynd úr dróna lögreglunnar Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bikblæðingar voru á vettvangi rútuslyssins sem varð við Fagranes í Öxnadal fyrr í dag, eins og sjá má á myndum RÚV.

Heimildamaður DV sagðist hafa keyrt veginn fyrr í dag og sagði að allur kaflinn þar sem slysið varð hefði verið „ein stór tjörudrulla“, sagðist viðkomandi hafa verið í mestu vandræðum með að stýra bílnum á þessum kafla.

Sjá einnig: Rútuslys á Öxnadalsheiði – Hópslysaáætlun virkjuð

Athugasemdir um bikblæðingar eru einnig við færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra á Facebook: 

„Kl 7 i morgun var blæðing.“

„Fór þarna um í dag fyrir þetta og það eru rosalegar blæðingar úr malbikinu allveg frá Engimýri og upp á Öxnadalsheiði.“

Í Facebook-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar hafa farið fram umræður um slysið og möguleg tildrög þess. Þar segist einn hafa lent í bikblæðingu á veginum í fyrra og kvartað til Vegagerðarinnar en ekkert hafi gerst í málinu. 

Á vef Vegagerðinnar má sjá að sandað var á kaflanum vegna tjörublæðinga, kaflinn merktur og hraði lækkaður í 70 km. Voru ökumenn beðnir að virða merkingar og aka eftir aðstæðum.

Mynd: Facebook

Ekki hefur komið fram um möguleg tildrög slyssins, en von er á tilkynningu frá lögreglu innan skamms.

Uppfært kl. 21.18:

Lögreglan vekur athygli á því að vegurinn um Öxnadal er enn lokaður og verður fram eftir nóttu. Vinna er enn í gangi á vettvangi 

Hópur erlendra ferðamanna var í rútunni sem er með erlendu skráningarnúmeri. Samband er komið við erlendu ferðaskrifstofuna sem heldur utan um þessa ferð.

Flutningur er hafinn á slösuðum með sjúkraflugi og þyrlu LHG til Reykjavíkur. Nú þegar hafa 5 aðilar verið fluttir þangað og munu fleiri líklega verða fluttir suður síðar í kvöld eða nótt. Þá opnaði RKÍ fjöldahjálparstöð á Akureyri fyrir þolendur slyssins sem útskrifaðir hafa verið af Sjúkrahúsinu á Akureyri.

Í þessu verkefni var Aðgerðastjórn á Akureyri virkjuð með fullri áhöfn sem og Samhæfingamiðstöðin í Reykjavík. Fulltrúar allra viðbragðsaðila á svæðinu komu að þessu, áhöfn Samhæfingamiðstöðvarinnar, Landhelgisgæslan og Landsspítalinn. Þakkar lögreglan öllum sem komu að verkefni þessu sem var mjög krefjandi og mikil áskorun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Matvöruverð tekur stökk: Sjáðu hvaða vörur hafa hækkað og lækkað

Matvöruverð tekur stökk: Sjáðu hvaða vörur hafa hækkað og lækkað
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Mennta- og barnamálaráðherra í mál við ríkið og krefst rúmlega tíu milljóna króna

Mennta- og barnamálaráðherra í mál við ríkið og krefst rúmlega tíu milljóna króna
Fréttir
Í gær

Frumvarp lagt fram á Bandaríkjaþingi um nafnabreytingu Grænlands – „Rauð, hvít og bláland“

Frumvarp lagt fram á Bandaríkjaþingi um nafnabreytingu Grænlands – „Rauð, hvít og bláland“
Fréttir
Í gær

Ómar stefnir ríkinu og krefst þess að áminningar verði ógildar – Spurði dómara hvaða starfsmann hann ætti að reka

Ómar stefnir ríkinu og krefst þess að áminningar verði ógildar – Spurði dómara hvaða starfsmann hann ætti að reka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stefán Einar jós skömmum yfir kennara en var tekinn á teppið – „Eins og ofvirkur illa uppalinn skólastrákur“

Stefán Einar jós skömmum yfir kennara en var tekinn á teppið – „Eins og ofvirkur illa uppalinn skólastrákur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump vill fá úkraínskar náttúruauðlindir í staðinn fyrir hernaðaraðstoð – Verður að hafa hraðar hendur

Trump vill fá úkraínskar náttúruauðlindir í staðinn fyrir hernaðaraðstoð – Verður að hafa hraðar hendur