fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Fréttir

Segja íbúa bíða spennta eftir aukinni gjaldskyldu á bílastæðum

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 13. júní 2024 13:30

Götur við Hallgrímskirkju eru meðal þeirra gatna sem gjaldskylda á bílastæðum mun ná til. Mynd-hallgrimskirkja.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og DV greindi frá í gær hefur umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar samþykkt að gjaldskylda á bílastæðum verði tekin upp við fleiri götur í borginni en þar er einkum um að ræða götur á svæðinu við Háskóla Íslands og við Hallgrímskirkju. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í ráðinu lögðu til á fundinum þar sem þessi breyting var samþykkt að málið yrði kynnt og haft um hana samráð við íbúa og rekstraraðila í viðkomandi götum áður en það kæmi til framkvæmda. Fulltrúar meirihlutaflokkanna felldu þá tillögu og sögðu að nægilegt samráð hefði verið haft um breytinguna. Halda fulltrúarnir því fram að íbúar við viðkomandi götur bíði margir spenntir eftir gjaldskyldunni.

Bílastæðasjóður Reykjavíkurborgar tekur fleiri götur til sín

Í tillögu Sjálfstæðismanna var lagt til að umrædd stækkun gjaldsvæða Bílastæðasjóðs yrði kynnt fyrir íbúum og rekstraraðilum í viðkomandi götum og þeim gefinn kostur á að tjá sig um fyrirhugaðar breytingar áður en þær yrðu teknar til endanlegrar afgreiðslu. Um sé að ræða Egilsgötu, Eiríksgötu, Aragötu, Oddagötu, Sturlugötu, Sæmundargötu, Seljaveg og Vesturgötu. Sjálfstæðismenn lögðu einnig til að breytingarnar yrðu kynntar fyrir viðkomandi íbúaráðum, íbúasamtökum, Stúdentaráði Háskóla Íslands og Nemendasambandi Tækniskólans.

Fulltrúar meirihlutaflokkanna felldu tillöguna og sögðu í bókun sinni að rætt hefði verið rætt við Hallgrímskirkju, Tækniskólann, Háskóla Íslands og ákveðna rekstraraðila um málið. Um stóran hluta breytinganna hafi verið rætt við íbúaráð og íbúasamtök. Enn fremur segir í bókuninni:

„Fyrirspurnir um það hvenær gjaldskylda kemur hafa einnig borist ítrekað frá íbúum sem bíða margir spenntir eftir henni. Núverandi gjaldskylda snýst um bílastæðastýringu. Gjaldskylda á bílastæðum Reykjavíkur hefur þann tilgang að stýra eftirspurn eftir bílastæðum og styðja þannig við þjónustuaðila, gesti og íbúa. Gjaldskylda er sett á til að vernda og tryggja aðgengi þeirra sem eru á bíl að viðkomandi stöðum. Þetta er því fyrst og fremst þjónusta við fólk á bíl. Þessi breyting er í takt við gagnsæjar verklagsreglur og byggir á talningum.“

Ófullnægjandi kynning

Í annarri bókun lýstu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins yfir vonbrigðum með þessa afgreiðslu meirihlutans. Þeir sögðu þessa tillögu um útvíkkun gjaldsvæðis Bílastæðasjóðs ekki hafa verið kynnta íbúum og öllum hagaðilum með fullnægjandi hætti:

„Þessi afgreiðsla sýnir lýðræðisást meirihlutans í umhverfis- og skipulagsráði,“ bættu Sjálfstæðismenn við.

Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins gerði margháttaðar athugasemdir við útvíkkun gjaldsvæðisins í sinni bókun og sagði meðal annars:

„Bílastæðum fækkar án þess að því sé mætt með bættum almenningssamgöngum.  Engin þörf er á að rukka fyrir bílastæði sem eru tóm um helgar, á kvöldin og á nóttunni. Tilgangurinn virðist sá einn að hafa fjármuni af bílaeigendum. Þessi fjölgun gjaldskyldusvæða leiðir til ásóknar í gjaldfrjáls stæði í grónum hverfum sem skapar óþægindi fyrir íbúa þar.“

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Fá ekki greitt fyrir óunna yfirvinnu úr þrotabúi Skagans 3X

Fá ekki greitt fyrir óunna yfirvinnu úr þrotabúi Skagans 3X
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Fordæma seinagang mennta- og barnamálaráðuneytisins

Fordæma seinagang mennta- og barnamálaráðuneytisins
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu