fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Fréttir

Vilhjálmur Birgisson vill Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn úr ríkisstjórn – „Ömurlegt“ að hlusta á Bjarna og Sigurð Inga

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 12. júní 2024 12:00

Vilhjálmur segir Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn þurfa langt frí.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Starfsgreinasambandsins, segir að rétt sé að senda Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn í langt frí eftir framkomu þeirra í hvalveiðimálinu. Ekki þurfi að hafa áhyggjur af Vinstri grænum í ljósi fylgis þeirra. Er Vilhjálmur bálreiður yfir ákvörðun Bjarkeyjar Gunnarsdóttur matvælaráðherra í gær.

„Annað árið í röð stórskaða stjórnvöld hagsmuni minna félagsmanna, sveitarfélagsins sem og möguleika þjóðarbúsins á því að skapa alvöru gjaldeyristekjur með geðræðislegum vinnubrögðum við veitingu á leyfi til hvalveiða,“ segir Vilhjálmur í færslu á samfélagsmiðlum. En hafa ber í huga að flestir hvalveiðimenn eru meðlimir í verkalýðsfélagi Vilhjálms.

Beinir hann einkum spjótum sínum að þingmönnum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sem hafi mætt með „kassann út“ á fund sem verkalýðsfélagið hélt á Akranesi á síðasta ári þegar Svandís Svavarsdóttir meinaði Hval hf að sigla á veiðar, daginn fyrir vertíð. Segir Vilhjálmur það „grátbroslegt“ að rifja upp hvernig þingmennirnir töluðu þá.

Ærandi þögn

Nefnir hann að hann hafi þá sagt að langlíklegast væri að ákvörðunin skapaði ríkinu skaðabótaskyldu. Umboðsmaður alþingis hafi svo úrskurðað ákvörðunina ólöglega.

„Ég sagði í mínu erindi að bæði Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn gætu ekki horft aðgerðalausir á þessa ólöglegu ákvörðun matvælaráðuneytisins enda væri umræddur ráðherra í umboði samstarfsflokkanna og ábyrgð þeirra væri gríðarlega mikil. Ég spurði hvort Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn ætluðu að láta skattgreiðendur greiða milljarða í skaðabætur í ljósi þess að flokkarnir vissu að um ólöglega ákvörðun var að ræða,“ segir Vilhjálmur. „Það vantaði ekki „kjaftinn“ á þingmenn kjördæmisins á fundinum í fyrra en því miður var og er engin innistæða fyrir öllum þeim stóru orðum sem þeir létu falla á þeim fundi um að þessi ólöglega ákvörðun myndi ekki mega standa óbreytt.“

Nú sé verið að eyðileggja aðra vertíð með „klækjum og seinagangi.“ Hins vegar standi Sjálfstæðisflokkurinn ekki vörð um atvinnufrelsi einstaklinga og fyrirtækja og þögn Framsóknarflokksins sé ærandi. „Ég er reyndar hættur að átta mig á fyrir hvað sá flokkur stendur,“ segir Vilhjálmur um Framsóknarflokkinn.

Framsókn og Sjálfstæðisflokkur þurfi langt frí

Segir Vilhjálmur „ömurlegt“ að heyra Bjarna Benediktsson forsætisráðherra og Sigurð Inga Jóhannsson fjármálaráðherra nánast leggja blessun yfir ákvörðun Bjarkeyjar í fréttum í gær. Enginn ráðherra hafi gert athugasemd við hana.

„Ég held að fyrir okkur Akurnesinga og nærsveitunga sé orðið ljóst að mikilvægt sé að gefa Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum langt og gott frí en við munum væntanlega ekki þurfa að hafa áhyggjur af skemmdarverkum Vinstri grænna á komandi árum enda mælist flokkurinn eins og Egils Gull léttöl,“ segir Vilhjálmur að lokum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Hraun hefur runnið yfir Njarðvíkuræð

Hraun hefur runnið yfir Njarðvíkuræð
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Rýmingu lokið í Bláa lóninu

Rýmingu lokið í Bláa lóninu
Fréttir
Í gær

Ólafur fengið nóg og yfirgefur Ísland: „Farið út, var sagt við mig, þið fáið enga hjálp hér“

Ólafur fengið nóg og yfirgefur Ísland: „Farið út, var sagt við mig, þið fáið enga hjálp hér“
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtalækkunin þýðir fyrir 45 milljóna króna húsnæðislán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtalækkunin þýðir fyrir 45 milljóna króna húsnæðislán