fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Fréttir

Steinunn Ólína lætur allt flakka: „Þið eruð ungum konum glataðar fyrirmyndir“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 12. júní 2024 13:00

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Mynd: Kári Sverrisson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, leikari og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, segir að andrúmsloftið á Alþingi hafi sjaldan verið furðulegra en einmitt nú. Steinunn skrifar harðorðan pistil á Facebook-síðu sína þar sem hún lætur ýmislegt flakka.

„Alþingi Íslendinga, eða hvað á að kalla þetta hysteríska heimilishald við Austurvöll sem kemur engu í verk, er í upplausn. Það sjá landsmenn allir þótt RÚV flytji af þinginu engar fréttir eins og venjulega. Í þingsal má nú sjá íslenska embættismenn engjast um af valdagræðginni einni saman. Bein útsending úr Víti Dantes á Alþingisrásinni.“

Steinunn Ólína segir að á meðan Katrín Jakobsdóttir var við völd hafi yfirborðið verið eilítið settlegra, en eftir að hún afhenti Bjarna Benediktssyni lyklavöldin að forsætisráðuneytinu megi segja að tjaldið hafi hreinlega fokið ofan af sirkusnum og út velti nú apar, trúðar og töframenn sem rífa og tæta og saga fólk í tvennt, ekki af misgáningi heldur af hreinum vilja.

„Hvað skal segja við hlátrasköllum Diljár Mistar í þættinum Sprengisandi um síðustu helgi? Er of seint fyrir hana að hefja nám í Hjallastefnunni? Tommi Tomm vill vera ber að ofan, eða vill hann bara vera í ermalausu? Er það þingmál?“

Um Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra, segir hún:

„Hvað skal segja um hugarvíl Bjarkeyjar Ólsen sem þykist hafa kvalafulla sannfæringu en kvelst þó ekki nægjanlega til að gefa kvölum hvala nokkra merkingu. En þau undur og stórmerki gerðust þó að hún virðist nú hafa lesið Lagareldisfrumvarpið, sóðalegustu atlögu ,,náttúruverndar- og mannréttindasinnanna“ í VG að náttúru, lífríki og sjálfstæði landsins og komist að þeirri niðurstöðu að um ,,varasama atvinnustarfsemi“ sé að ræða. Þá þanka virðist hún samt ætla að geyma með sjálfri sér. Ég vona að hún vakni til þeirra þanka dag hvern héðan af.“

Sjálf segist hún hafa bullandi samúð með hvölum enda margfalt vitrari og langlífari skepnur en mannfólkið.

„En reyndar á Kristján Loftsson líka mína samúð nú um stundir því popúlískar fimleikaæfingar Svandísar áður og teygjustökk Bjarkeyjar nú, eru langt frá því að búa yfir nokkrum þokka né reisn.  Svandís, Svandís, Svandís hvað ertu að pæla, afhverju að voma yfir þessu ríkisstjórnarsamstarfi mikið lengur? Þorgerður Katrín svona í alvöru, hvernig er að mæta í vinnuna? Vitiði stelpur, það er engum til framdráttar að láta eins og þetta sleifarlag sé í lagi. Þið gerið þjóðinni og kynsystrum ykkar hreinan óleik og eruð ungum konum glataðar fyrirmyndir. – Ó, má ekki gagnrýna konur? Það ekki bara má heldur á að gagnrýna embættismenn af öllum kynjum ef nauðsyn krefur. Ég myndi segja að það sé aðkallandi.“

Allan pistil Steinunnar má lesa hér að neðan en í honum tekur hún einnig fyrir Bjarna Benediktsson forsætisráðherra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Rútuslys rétt hjá Þjórsárbrú

Rútuslys rétt hjá Þjórsárbrú
Fréttir
Í gær

Sakamál ársins II: Harmleikur í sumarhúsi, afi og amma geymdu dóp, blaðamanni DV hótað og Gabríel réðst á fangaverði

Sakamál ársins II: Harmleikur í sumarhúsi, afi og amma geymdu dóp, blaðamanni DV hótað og Gabríel réðst á fangaverði
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Eiginkona Assads sögð ætla að sækja um skilnað

Eiginkona Assads sögð ætla að sækja um skilnað
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“