fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Fréttir

Bílastæðasjóður Reykjavíkurborgar tekur fleiri götur til sín

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 12. júní 2024 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að breytingar verði gerðar „innan tíðar“ á gjaldskyldu bílastæða. Einkum sé um að ræða stækkun á gjaldsvæði 2 en talningar frá því árslok 2023 sýni mikla og stöðuga nýtingu bílastæða á jöðrum núverandi gjaldsvæða. Áður en farið verði að innheimta gjald í samræmi við tillöguna verði komið upp viðeigandi merkingum og greiðslubúnaði þar sem þörf sé á. Breytingarnar verði kynntar vel áður en gjaldskylda verður tekin upp.

Breytingarnar hafi verið samþykktar á fundi umhverfis og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar í morgun.

Í tilkynningunni segir enn fremur  að einnig verði stækkun á gjaldsvæði 1 við Háskóla Íslands. Stækkun gjaldssvæða við Háskólann komi til vegna þess að almenn gjaldtaka hefjist á bílastæðum við skólann í haust.

Þær götur þar sem gjaldskylda verður tekin upp á bílastæðum eru eftirfarandi:

Gjaldsvæði 1

Sturlugata

Gjaldsvæði 2

Aragata

Egilsgata, bílaplan við Hallgrímskirkju

Eiríksgata, bílaplan við Hallgrímskirkju

Oddagata

Seljavegur

Sæmundargata

Vesturgata milli Ánanausta og Stýrimannastígs

Í tilkynningunni er einnig tekið fram að minnt sé á að íbúar á gjaldskyldum svæðum eða í næsta nágrenni þeirra (búsettir innan íbúakortasvæða) geti sótt um íbúakort að uppfylltum vissum skilyrðum. Íbúakort gefi handhafa þess heimild til þess að leggja bifreið sinni án endurgjalds á gjaldskyldu svæði innan gildissvæðis korts síns.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Þórður Snær biðst afsökunar – Snærós: „Kommon. Þú varst fullorðinn maður“

Þórður Snær biðst afsökunar – Snærós: „Kommon. Þú varst fullorðinn maður“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Segir að Kristrún hafi tekið Stefán Einar í kennslustund

Segir að Kristrún hafi tekið Stefán Einar í kennslustund
Fréttir
Í gær

Fangi lést á Litla Hrauni í dag

Fangi lést á Litla Hrauni í dag
Fréttir
Í gær

Önnur skriða féll á veginn milli Ísafjarðar og Hnífsdals

Önnur skriða féll á veginn milli Ísafjarðar og Hnífsdals
Fréttir
Í gær

Síbrotamaður fékk neitun hjá Hæstarétti

Síbrotamaður fékk neitun hjá Hæstarétti
Fréttir
Í gær

FA ósátt við reglugerð Willums – Sígarettur fara í kúkabrúnar umbúðir

FA ósátt við reglugerð Willums – Sígarettur fara í kúkabrúnar umbúðir