fbpx
Mánudagur 16.september 2024
Fréttir

Toppstöðin nú til sölu og þessu þurfa áhugasamir að huga að

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 11. júní 2024 16:24

Mynd/Reykjavíkurborg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reykjavíkurborg auglýsir eftir áhugasömum kaupendum að Toppstöðinni við Rafstöðvarveg í Elliðaárdal. Um er að ræða rúmlega sex þúsund fermetra byggingu sem var tekin í notkun árið 1948 sem olíu- og kolakynt vararafstöð til þess að taka á móti helstu álagspunktum í raforkuþörf og hitaveitu og dregur nafn sitt frá því hlutverki. Starfsemi Toppstöðvarinnar sem varaaflsstöð lagðist að mestu leyti af árið 1981. Félagasamtökin Toppstöðin hafa frá árinu 20078 rekið frumkvöðlastarfsemi í hluta hússins. Engin starfsemi er í stöðinni í dag.

Segir í sölutilkynningu borgarinnar að rafstöðvarsvæðið í heild sé merkilegt í sögulegu samhengi og tengist tækni, hugviti og rafvæðingu frá upphafi byggðar í Reykjavík. Með hliðsjón af þessu sögulega mikilvægi hússins og staðsetningu verður haldin samkeppni þar sem kaupverð verður metið 75% til móts við aðra þætti sem telja 25%. Matshópur mun meta tillögur og leggja fyrir borgarráð bestu hugmyndina.

Matsþættir tilboða verða eftirfarandi:

  • Gæði og tengsl við  umhverfi, náttúru og útivist – allt að 7 stig
  • Samfélagslega ábyrg framtíð – allt að 3 stig
  • Hugmyndafræði – allt að 3 stig
  • Sjálfbærni og kolefnisfótspor – allt að 3 stig
  • Framúrskarandi hönnun – allt að 3 stig
  • Frumleiki hönnunar – allt að 2 stig
  • Tengsl við nálæga byggð – allt að 2 stig
  • Nýsköpun – allt að 2 stig

Hönnun mun þannig nema allt að 25 stigum og boðið kaupverð allt að 75 stigum.

Umsóknum skal skilað hér ásamt viðhengi með upplýsingum um aðra matsþætti. Lokafrestur er 14. ágúst 2024. Auk boðins tilboðsverðs þarf að senda upplýsingar um bjóðanda ásamt lýsingu á hugmyndum hans um húsið, greinargerð og uppdrætti til skýringar.

Bjóðendur eru hvattir til að kynna sér mikilvæga þætti matsferils við val á innsendu kauptilboði. Boðið verður upp á vettvangsferð um húsið fyrir áhugasama samkvæmt samkomulagi. Óskir um slíkt berist á netfangið helena.ros.sigmarsdottir@reykjavik.is

Áhugasömum er jafnframt bent á reglur sem gilda um framkvæmdir vegna nálægðar við laxveiðiá samkvæmt lögum um lax- og silungsveiði nr. 61/2006. Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu borgarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Barnslátið á Krýsuvíkursvæðinu: Ákvörðun um gæsluvarðhald verður tekin á næstu stundum

Barnslátið á Krýsuvíkursvæðinu: Ákvörðun um gæsluvarðhald verður tekin á næstu stundum
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Brenndist við vinnu í kjölfar flogakasts en fær ekki bætur

Brenndist við vinnu í kjölfar flogakasts en fær ekki bætur
Fréttir
Í gær

Ku Klux Klan komnir á kreik eftir rasísk ummæli Trump

Ku Klux Klan komnir á kreik eftir rasísk ummæli Trump
Fréttir
Í gær

Þess vegna tókst Albönum að taka yfir íslenska fíkniefnamarkaðinn á nokkrum árum

Þess vegna tókst Albönum að taka yfir íslenska fíkniefnamarkaðinn á nokkrum árum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varð fyrir heilaskaða en fékk ekki að vita það fyrr en löngu síðar – Segir meðferðina á Landspítalanum hafa verið algjörlega ófullnægjandi

Varð fyrir heilaskaða en fékk ekki að vita það fyrr en löngu síðar – Segir meðferðina á Landspítalanum hafa verið algjörlega ófullnægjandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Páfinn blandaði sér óvænt í kosningaslaginn í Bandaríkjunum

Páfinn blandaði sér óvænt í kosningaslaginn í Bandaríkjunum