fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fréttir

Neitaði að borga rándýran leigubíl og gekk klukkutímum saman upp á Leifsstöð – „Engir uber eða almenningssamgöngur þangað til klukkan 8“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 11. júní 2024 22:00

Göngutúr Macey hefur vakið heimsathygli og heitar umræður á Íslandi. Mynd/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralskur ferðamaður lét ekki bjóða sér það að borga fjárkúgunarverð í leigubíl og ákvað að ganga út á Leifsstöð á leið heim úr ferðalagi á Íslandi. Hún sagðist ekki skilja neitt í því að það væru engar almenningssamgöngur til og frá Keflavíkurflugvelli fyrir klukkan 8:00 á morgnanna.

„Macy hérna. Þú gætir spurt hvað er ég að gera þennan morgun. Klukkan er 4:30 að morgni á Íslandi og það er enginn strætisvagn hérna. Engir uber eða almenningssamgöngur þangað til 8:00. Þannig að ég er að ganga í tvo tíma að flugvellinum núna.“

Svona hefst myndband í TikTok færslu hinnar áströlsku Macey Jane, sem er búsett í Bretlandi. En færslan hefur vakið athygli og fengið mikla dreifingu. Meðal annars hefur verið fjallað um færsluna í tímaritinu Newsweek.

Eins og í Texas

Heldur hún svo áfram að sína búta úr gönguferðinni upp á Leifsstöð.

Vildi Jane ekki borga rándýran leigubíl til að komast út á flugvöll. En í færslunni stendur að leigubíllinn hafi kostað 200 evrur, það er 30 þúsund krónur. Hafi hún frekar viljað ganga út á völl, en það hafi tekið hana tvo og hálfan klukkutíma.

„Við erum komin á þann stað í ferðinni að það er orðið mjög strjálbýlt. Það er göngustígur hérna og ég sé flugvél í fjarska þannig að ég veit að ég er að ganga í rétta átt,“ sagði Jane sem grínaðist einnig með öryggi sitt.

„Það er eins og við séum í bíómynd sem gerist í Texas. Þetta er klikkað,“ hélt hún áfram. „Ég get ekki stoppað núna. Hvert ætti ég að fara.“

Góð saga í matarboðum

Augljóslega var mjög kalt úti þegar hún tók myndbandið, föl í grasinu og hún rjóð í kinnum. Virtist Macey þó vera nokkuð sátt við ákvörðun sína og var í góðu skapi allan tíman. Bjóst hún við því  að þetta yrði ábyggilega skemmtileg saga til að segja í matarboði einhvern góðan veðurdag.

@therealmaceyjane Replying to @Traveltomtom Me talking to myself to pass the time hahaha #iceland #backpacking #travelstory ♬ original sound – MACEY JANE⭐️

„Ég komst á leiðarenda. Það er byrjað að snjóa þannig að ég rétt náði þessu,“ sagði hún þegar hún gekk inn á bílastæðið við Leifsstöð.

Í athugasemdum bendir fólk henni á að leigubílar eru nú sennilega ódýrari en 200 evrur frá Keflavík til Keflavíkurflugvallar. En það var leiðin sem Macey fór. Flugrútuna gat hún hins vegar ekki tekið því að hún fer aðeins frá höfuðborgarsvæðinu til Keflavíkurflugvallar.

„Þú ferð til eins af dýrustu löndum í heiminum, sem þýðir að allt sem þú gerðir var dýrt, en svo neitarðu að taka leigubíl og labbar í staðinn í tvo tíma? Hvað ef það hefði rignt? Eða?“ spyr einn netverjinn. Macey svaraði því hins vegar. „Yolo bara gerði það fyrir söguna.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Erill á næturvaktinni – Eftirför, átök, innbrot í gám, slagsmál

Erill á næturvaktinni – Eftirför, átök, innbrot í gám, slagsmál
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“