fbpx
Þriðjudagur 04.mars 2025
Fréttir

Halldór og Vísir sýknaðir af kæru Arnars Þórs

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 11. júní 2024 12:12

Arnar Þór Jónsson Mynd: KSJ/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Siðanefnd Blaðamannafélagsins hefur sýknað Halldór Baldursson teiknara og Vísi af kæru Arnars Þórs Jónssonar lögmanns og fyrrum forsetaframbjóðanda.

Þann 18. maí kærði Arnar Þór Halldór og Vísi til Siðanefndar Blaðamannafélags Íslands vegna myndar Halldórs sem birtist þann dag á Vísi. 

Sjá einnig: Arnar Þór kærir myndbirtingu Vísis – „Gróf aðför að mannorði mínu“

Á myndinni má sjá sjö frambjóðendur til embættis forseta Íslands, Arnar Þór, Ásdísi Rán Gunnarsdóttur, Höllu Tómasdóttur, Jón Gnarr, Katrínu Jakobsdóttur, Baldur Þórhallsson og Höllu Hrund Logadóttur. Á myndinni spyr Halla hin: „Eru einhverjir fleiri en ég með á tilfinningunni að allir séu að tala illa um sig?“ Arnar Þór er þar teiknaður í nasistabúningi. 

Í kærunni segir að slík framsetning sé „hvorki málefnaleg né fyndin, heldur meiðandi og ómálefnaleg.“ Ekkert sem hann hafi sagt eða skrifað gefi „Halldóri né Vísi lögmætt tilefni til að setja persónu [sína] í það samhengi sem þarna getur að líta.“ Sagði Arnar Þór myndina grófa aðför að mannorði sínu. 

Í úrskurði siðanefndar BÍ segir að skopmyndin feli í sér tjáningu kærða Halldórs Baldurssonar og sem fyrr segir setja siðareglurnar ekki hömlur á tjáningarfrelsi blaðamanna, þótt kærði kunni að bera ábyrgð á gagnvart kæranda eftir almennum réttarreglum. „Valdsvið nefndarinnar takmarkast við að ákveða hvort brotið hafi verið gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands. Siðanefndin getur ekki fallist á það með kæranda að myndin brjóti gegn 1., 2. og 6. gr. siðareglnanna, og þá er ekki unnt að heimfæra myndina undir brot gegn öðrum greinum reglnanna. Telji kærandi að tjáning kærða hafi vegið að æru hans eða mannorði með almennum hætti, heyrir slíkur ágreiningur undir dómstóla og lýtur settum lögum, en ekki siðareglum og Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands.“

Einn nefndarmanna taldi kæruna ekki tæka til efnismeðferðar með vísan til nefndra frávísunarúrskurða í tíð eldri siðareglna. Í ljósi þess að meirihluti nefndarinnar taldi málið tækt til meðferðar lýstihann sig sammála niðurstöðunni í efnisþætti málsins.

Úrskurðarorð: Kærðu, Halldór Baldursson og Vísir.is, teljast ekki hafa brotið gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með birtingu skopmyndar þann 18. maí sl.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sérfræðingur segir að svona líti áætlun Pútíns út

Sérfræðingur segir að svona líti áætlun Pútíns út
Fréttir
Í gær

Prófessor segir komið að „endalokum Vesturlanda og jaðarsetningu Evrópu“

Prófessor segir komið að „endalokum Vesturlanda og jaðarsetningu Evrópu“
Fréttir
Í gær

Guðrún skjálfandi eftir sigurinn nauma

Guðrún skjálfandi eftir sigurinn nauma
Fréttir
Í gær

Anna Kristín, formaður SÍA: Ekkert íslenskt auglýsingakerfi á Tik-tok – samt góð leið til að koma skilaboðum til Íslendinga

Anna Kristín, formaður SÍA: Ekkert íslenskt auglýsingakerfi á Tik-tok – samt góð leið til að koma skilaboðum til Íslendinga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Alcoa varar Trump við þveröfugum áhrifum verndartolla – Gætu kostað 100 þúsund amerísk störf

Alcoa varar Trump við þveröfugum áhrifum verndartolla – Gætu kostað 100 þúsund amerísk störf
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Forstjóri Byggðastofnunar svarar því hvar fólki finnst best að búa

Forstjóri Byggðastofnunar svarar því hvar fólki finnst best að búa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nanna segir notkun gervigreindarmynda í þáttaröð RÚV viðhalda ranghugmyndum – „Löngu hætt að hafa nokkur afskipti af þáttunum þegar þetta bull kom til“

Nanna segir notkun gervigreindarmynda í þáttaröð RÚV viðhalda ranghugmyndum – „Löngu hætt að hafa nokkur afskipti af þáttunum þegar þetta bull kom til“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kyrrðar- og bænastund í Víkurkirkju – „Samfélagið er í djúpri sorg“

Kyrrðar- og bænastund í Víkurkirkju – „Samfélagið er í djúpri sorg“