fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Fylgja fordæmi Reykjavíkur og lækka hraða víða – Samspil merkja og hraðahindrana best

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 11. júní 2024 19:30

Umferðin á öllu höfuðborgarsvæðinu á að hægjast.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nágrannasveitarfélög Reykjavíkur hafa lækkað víða hámarkshraða á götum undanfarið. Eru lækkanir til að mynda á fullu skriði í Kópavogi, Hafnarfirði og í Garðabæ.

Dagur B. Eggertsson, þáverandi borgarstjóri, boðaði miklar lækkanir á hámarkshraða í aprílmánuði árið 2021. Ein helsta ástæðan var til þess að draga úr magni svifryks í borgarlandinu.

Rannsókn sem framkvæmd var í Háskóla Íslands sýndi að með því að lækka hámarkshraða úr 50 km/klst í 30 væri hægt að minnka svifryksmyndun um allt að 40 prósent.

Þá sagði Dagur einnig að borgarstjórnir erlendis, sem Reykjavík ber sig saman við, væru margar hverjar að lækka hámarkshraðann.

Miklar lækkanir í Kópavogi

Í lok mars tilkynnti Kópavogsbær að hámarkshraði hefði verið lækkaður í 57 götum þar sem bærinn er veghaldari. Þetta næstum allar göturnar þar sem hámarkshraði var 50 km/klst og var hraðinn færður niður í annað hvort 40 eða 30 km/klst. Það er um helmingur í hvorum flokki.

Aðeins þrjár götur héldu 50 km/klst hámarkshraða. Það eru Digranesvegur milli Hlíðarhjalla og Dalvegs, Vatnsendavegur og Dalvegur milli Fífuhvammsvegar og Digranesvegar.

Hafnfirðingar lækka flestar í 40

Í apríl var hraði svo lækkaður í 66 stöðum í Hafnarfirði. Ólíkt Kópavogi voru mun fleiri götur lækkaðar úr 50 km/klst í 40 en í 30. Það er 59 á móti aðeins 7.

Í Kópavogi og í Hafnarfirði hafa fulltrúar einkum nefnt umferðaröryggi sem helstu ástæðuna fyrir lækkuninni. Lét Hafnarfjarðarbær gera fyrir sig skýrslu um fjölda óhappa í umferðinni.

Fleiri hraðahindranir í Garðabæ

Þær húsagötur og flestar safngötur þar sem Garðabær er veghaldari hafa 30 km/klst hámarkshraða nú þegar. Tengibrautir og stofnbrautir sem Vegagerðin sér um hafa meiri hraða. Verið er nú í samstarfi við umferðarráðgjafa að sjá hvar sé hægt að lækka hraða á tengibrautum, svo sem Norðurnesveg og Suðurnesveg, Bæjarbraut, Karlabraut og fleiri vegi.

Garðabær þrengir þar sem hámarkshraðinn er ekki virtur.

Þá hefur Garðabær komið upp mikið af hraðahindrunum og þrengingum undanfarið, sérstaklega í kringum skóla. Meðal annars á Urriðaholtsstræti þar sem 30 km/klst hámarkshraði var lítið virtur.

„Reynsla erlendis sýnir að lækkun hámarkshraða með skilti einungis lækkar raunhraða að meðaltali um 5% sem getur fækkað alvarlega slösuðum og látnum um 10%. Hraðatakmarkandi aðgerðir geta hins vegar fækkað þeim um 30%. Samþætting beggja aðgerða er því mikilvæg til ná árangri um bætt umferðaröryggi,“ segir í minnisblaði Garðabæjar um lækkun hámarkshraða.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“
Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Í gær

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli
Fréttir
Í gær

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots
Fréttir
Í gær

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“