fbpx
Mánudagur 15.júlí 2024
Fréttir

Bandaríkin afnema vopnabann gagnvart umdeildri úkraínskri hersveit

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 11. júní 2024 18:30

Úkraínskir hermenn á vígvellinum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarísk stjórnvöld hafa fellt úr gildi bann við að hin umdeilda úkraínska Azov-herdeild megi nota bandarísk vopn í baráttunni við rússneska innrásarliðið.

The Washington Post skýrir frá þessu og hefur eftir heimildarmönnum í bandaríska utanríkisráðuneytinu.

Ákvörðunin var tekin eftir rannsókn á hvort herdeildin hafi tekið þátt í mannréttindabrotum. Utanríkisráðuneytið fann engar slíkar sannanir í rannsókn sinni að sögn The Washington Post.

Herdeildin getur því framvegis notað vopn sem Bandaríkjamenn gefa Úkraínu.

Azov-herdeildin er hluti af úkraínska þjóðvarðliðinu og var sett á laggirnar til að berjast gegn aðskilnaðarsinnum, sem eru hliðhollir Rússum, sem tóku þátt í að hertaka Krím 2014.

Herdeildin hefur alla tíð verið umdeild vegna tengsla hennar við öfgahægrimenn og öfgaþjóðernissinna.

Í Úkraínu er herdeildin hyllt fyrir að hafa barist af krafti gegn rússneska innrásarliðinu. Herdeildin veitti til dæmis rússneska innrásarliðinu harða mótspyrnu í baráttunni um stóra stálverksmiðju í Maríupól i upphafi stríðsins.

Rússa skilgreina herdeildina sem hryðjuverkasamtök en það gerir þeim kleift að dæma meðlimi hennar í langvarandi fangelsi. Þeir segja hana einnig vera herdeild nasista en þeir hafa ítrekað notað ásakanir um nasisma sem átyllu fyrir innrásinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dópaði og drukkni skipstjórinn hlaut tólf mánaða skilorðsbundinn dóm

Dópaði og drukkni skipstjórinn hlaut tólf mánaða skilorðsbundinn dóm
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Manndrápsmál á Akureyri – Komið til saksóknara

Manndrápsmál á Akureyri – Komið til saksóknara