fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Fréttir

Aron og ferðafélagar hans fá að lágmarki 1,4 milljónir króna í bætur

Björn Þorfinnsson
Þriðjudaginn 11. júní 2024 10:55

Aron Matthíasson var farþegi í flugi Singapore Airlines sem lenti í gríðarlegri ókyrrð með þeim afleiðingum að breskur farþegi lést og um 100 slösuðust.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Matthíasson og ferðafélagar hans í flugi SQ321 hjá Singapore Airlines fá að lágmarki 10 þúsund dollara miskabætur hver vegna meiðsla sem farþegarnir urðu fyrir þegar flugvélin lenti í gríðarlegri ókyrrð á leið sinni frá London til Singapúr þann 21. maí síðastliðinn. Um borð voru 229 manns, farþegar og áhöfn, og slösuðust yfir hundrað manns. Þá lést 73 ára breskur ríkisborgari sem var um borð en hann hlaut hjartáfall þegar óhappið reið yfir. Daily Mail greinir frá.

Hlaut alvarleg meiðsli

Eins DV greindi frá var Aron einn þeirra sem slasaðist í óhappinu og hlaut hann nokkuð alvarleg meiðsli. Hlaut hann  brotinn hálshryggjarlið, þrjú brotin rifbein ásamt tognun og eymslum í hálsi. Fram kemur í frétt Daily Mail að Singapore Airlines sé tilbúið að semja um hærri bætur við þá farþega sem hlutu alvarlegustu meiðslin og þá fá allir farþegar flugfargjald sitt endurgreitt.

Í viðtali við DV, viku eftir slysið, bar Aron sig samt ágætlega en sagðist meðvitaður um að verr hefði getað farið.

„Áður en ókyrrðin byrjaði var ég að sækja bakpokann minn í farangurshólfið fyrir ofan sætið mitt. Um leið og ég settist niður fann ég að vélin byrjaði með smá titring svo ég greip í beltið,“ segir hann. „En áður en ég veit af kemur svakalegur skellur og ég skýst upp í farangurshólfið með þeim afleiðingum að ég brýt það og rotast,“ sagði Aron þegar hann var beðinn um að lýsa sinni upplifun af slysinu.

Hann rankaði við sér á gólfinu einni sætaröð aftar og velti hann því fyrir sér hvað hann væri eiginlega að gera þar. „Aðrir í kringum mig sátu í sínum sætum og vélin var stöðug. Seinna fékk ég að vita að þessi ókyrrð hafði staðið yfir í um þrjár mínútur, ég hef því verið úti í að minnsta kosti þann tíma,“ sagði Aron.

Enn liggja ellefu á sjúkrahúsi

Flugvélinni var lent í Bangkok í Tælandi þar sem Aroni og öðrum farþegum var komið undir læknishendur. Lofaði hinn 34 ára gamli Íslendingur viðbrögð fyrirtækisins í hástert.

„Þau sýndu gríðarlega fagleg og góð vinnubrögð í öllu þessu ferli, frábæra þjónustu og hafa reynt að gera líf mitt eins gott og mögulegt er á þessum erfiða tíma. Frábær þjónusta frá sjúkrahúsinu og yndislegt fólk þar, ég fékk mikið af fallegum skilaboðum alls staðar að úr heiminum, frá vinnufélögum mínum í Marel, ræðismanni Íslands í Bangkok, fjölskyldu og vinum. Núna tekur við langt bataferli en ég er jákvæður og er fullviss um að ég nái sömu heilsu á ný. Ég get ekki beðið eftir því að komast heim í faðmlag konunnar minnar og barna.“ sagði Aron í samtali við DV.

Hann dvaldi alls sex daga á sjúkrahúsi í Bangkok áður en hann var ferðafær aftur til Íslands. Enn liggja 11 farþegar á sjúkrahúsinu vegna meiðsla sem þeir hlutu í óhappinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Verð á matvöru hækkar hratt – Hér hefur það þó hækkað mest

Verð á matvöru hækkar hratt – Hér hefur það þó hækkað mest
Fréttir
Í gær

Helgarferð innanlands eða erlendis? – „43.000 ódýrara fyrir okkur að fljúga til London“

Helgarferð innanlands eða erlendis? – „43.000 ódýrara fyrir okkur að fljúga til London“