fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Trump sveik sendiherra sinn á Íslandi – Studdi erkifjandann í prófkjöri

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 10. júní 2024 13:30

Gunter hlaut ekki stuðning frá sínum gamla yfirmanni. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, sneri bakinu við Jeffrey Gunter sem hann skipaði sem sendiherra á Íslandi. Trump lýsti yfir stuðningi við mótherja hans, Sam Brown, í heitu prófkjöri í Nevada.

„Sam Brown er hræðslulaus amerískur föðurlandsvinur, sem hlotið hefur purpurahjartað, sem sýnt hefur að hann hefur staðfestu og hugrekki til að kljást við óvini okkar, bæði erlenda og innlenda,“ skrifaði Trump á samfélagsmiðla til stuðnings Sam Brown.

Óvinsæll sendiherra

Prófkjörið á milli Brown og Gunter til að fá að vera frambjóðandi Repúblíkanaflokksins um annað öldungardeildarsætið í Nevada hefur verið sérstaklega ófyrirleitið og jafnt. Í skoðanakönnun mældust þeir báðir með 41 prósent. Báðir frambjóðendur hafa sóst hart eftir stuðningsyfirlýsingu frá Trump.

Fyrirfram hefði mátt ætla að Gunter væri í betri stöðu þar, þar sem Trump skipaði hann sendiherra á Íslandi. Hins vegar fór allt í háaloft í sendiherratíð Gunter hér, bæði gagnvart Íslendingum og eigin starfsfólki. Eftir að Gunter sneri heim var skrifuð kolsvört skýrsla í bandaríska utanríkisráðuneytinu um sendiherratíð hans sem sendiherra.

Gunter sár

Sam Brown er fyrrverandi hermaður, sem barðist í stríðinu í Afganistan. Hann hlaut brunasár á 30 prósent líkamans eftir sprengingu árið 2008. Hann hefur áður sóst eftir að vera frambjóðandi í þingkosningum en ekki hlotið erindi sem erfiði. Brown þakkaði Trump fyrir stuðningsyfirlýsinguna.

Sjá einnig:

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

„Þakka þér Trump forseti, fyrir leiðtogahæfnina og stuðningsyfirlýsinguna. Ég hlakka til að vinna með þér að gera framtíð Nevadabúa bjarta eftir að við vinnum báðir í nóvember,“ sagði Brown.

Gunter brást einnig við þessum tíðindum en kenndi Mitch McConnell, leiðtoga Repúblíkanaflokksins í minnihluta öldungardeildar, um. „Mitch McConnell peningarnir vinna, amerískur almenningur tapar. Hreinsa og endurtaka,“ sagði hann við fréttastofuna Fox News.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hrafnhildur dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir fjárdrátt

Hrafnhildur dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir fjárdrátt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Baldvin rak 99 starfsmenn sem skrópuðu á morgunfund – „Snáfið út úr fyrirtækinu mínu undir eins“

Baldvin rak 99 starfsmenn sem skrópuðu á morgunfund – „Snáfið út úr fyrirtækinu mínu undir eins“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin