fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Hvað tekur við hjá Arnari Þóri? – „Ætla ekki að vera að sósa mig á einhverri sólarströnd það sem eftir er að skrifa bók“

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 8. júní 2024 13:30

Arnar Þór Jónsson Mynd: KSJ/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Í ljósi þess hvernig stjórnmálin hafa þróast á Íslandi þá væri það svo brýnt, nauðsynlegt og hollt fyrir íslenskt samfélag ef það væri hægt að koma að nýjum stjórnmálaflokki. Ég hef sagt að ég væri tilbúinn til að koma að því, en ég er ekki búinn að máta mig inn í það að vera beinn þátttakandi,“

segir Arnar Þór Jónsson lögmaður og fyrrverandi forsetaframbjóðandi sem er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni. Segist hann vera búinn að fá innsýn í íslenskt samfélag og hitta fólk um allt land í aðdraganda forsetakosninganna. Og á sama tíma segist hann sleginn yfir að fólk segist ekki þora á vettvang stjórnmálanna og að tjá sig þar.

„Það er ákveðið mönnunarvandamál.“

Segir hann það ekki íslensku þjóðfélagi til sóma hvernig talað er um íslenska stjórnmálamenn og ræða þeir Bjarna Benediktsson og Katrínu Jakobsdóttur í því tilliti.

„Værir þú til í að vera á svona lista Frosti?“ spyr Arnar Þór brosandi. Svarar Frosti að svo gæti orðið einn góðan veðurdag.

„Ég fann lista sem kona hafði komið með á skrifstofuna til mín fyrir tveimur árum, það þarf nýjan stjórnmálaflokk og hér eru nöfnin á fólki sem gætu verið þátttakendur í því. Og ég les yfir listann og þarna eru nöfn á gömlum stjórnmálamönnum sem ég veit að myndu aldrei nenna að fara í þetta aftur. Ég veit að þarna er fólk sem treystir sér ekki í þetta og eftir eru rosalega fá nöfn. En úti í samfélaginu er þó fólk sem ég hef séð með eigin augum og heyrt í með eigin eyrum sem gætu hugsanlega gert þetta. Og ef manni væri alvara með þetta, ég ætla ekki að vera að sósa mig á einhverri sólarströnd það sem eftir er að skrifa bók, þá er þetta fólkið sem þarf að tala við. Ég vil trúa að það sé þráður í íslensku þjóðinni sem er svona sjálfsbjargarþráður. Þú horfir á mannkynssöguna hvað fólk er tilbúið að kasta frá sér eignum, vinnu, jafnvel lífi sínu til að berjast fyrir því sem er satt og rétt. Af hverju ættum við ekki að geta fundið Íslendinga sem eru tilbúnir til þess, ég held þeir séu til. “

Eru þeir á því að vakning sé að eiga sér stað meðal almennings og að framundan séu spennandi tímar hér á landi.

Aðspurður um hvort að Arnar Þór geti hugsað sér að vekja Miðflokkinn upp og sameina sínar áherslur og flokksins segir hann: „Ef sú leið yrði farin gætu menn sparað sér töluverða vinnu ef menn gætu notað þessa grind sem hefur verið búin til innan Miðflokksins. Ég held að menn hljóti að skoða það í rólegheitum. Ég hef persónulega verið afhuga því að fara á þingið og var búinn að telja mér trú um það í forsetakosningum að það væri eina leiðin til að leiðrétta og koma viti í þetta stjórnkerfi að það kæmi viðnám utan frá, frá forsetaembættinu. Ég var að vona að stífla myndi bresta fyrir 1. júní. hún gerði það ekki greinilega.

Fólk vill hlýjan móðurfaðm til að halla sér að, sálfræðilegt kannski, frekar en vera með strangan pabba eins og ég var kannski að koma fram. Það er kannski skiljanlegt.“

Arnar Þór er á því að þessi stífla muni bresta fyrr en síðar. „Ég vil kalla þetta siðbót sem þarf að framkvæma ekki bara í stjórnmálunum heldur líka í umræðunni á Íslandi þar sem við hættum að tala svona sóðalega um hvort annað.“

Hlusta má á viðtalið í heild sinni á Brotkast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Íslendingur fannst látinn á Spáni

Íslendingur fannst látinn á Spáni
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi segir verið að hafa almenning að fíflum

Guðmundur Ingi segir verið að hafa almenning að fíflum