fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Fiskikóngurinn birtir ljótustu ummælin – „Kemst kannski í smá sumarfrí, þar sem svo margir ætla að sniðganga mín fyrirtæki“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 8. júní 2024 11:48

Kristján Berg Ásgeirsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Berg Ásgeirsson eða Fiskikóngurinn eins og hann er best þekktur hristi svo sannarlega upp í umræðunni undanfarna daga eftir að hann birti færslu á miðvikudaginn þar sem hann sagði atvinnuveitendur rolur og lækna skrifa út læknisvottorð vegna veikinda starfsfólks án þess að skoða viðkomandi. Sagði Kristján að hrista þurfi upp í læknastéttinni því allt of margir læknar gefi út marklaus veikindavottorð. Atvinnurekendur séu síðan of huglausir til að tjá sig um þennan vanda og þetta sé mikið böl.

Fjallað hefur verið um málið í öllum fjölmiðlum og Kristján mætt í viðtöl vegna málsins, sem og Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda sem segir að svona tilfellum fari fjölgandi, að launþegar skili inn læknisvottorðum eftir uppsögn.

Í færslu sem Kristján birti í dag segir hann umræðuna undanfarna daga hafa verið hressandi og birtir hann skjáskot af nokkrum athugasemdum sem skrifaðar hafa verið við fréttir um málið. 

Mynd: Skjáskot Facebook

„Ég verð nú að segja að mér finnst ekkert sérstaklega gaman að lesa sum þessara kommenta, þetta særir mig, særir konuna mína, fjölskyldu, samstarfsfólk,vini og öll börnin mín sex. (Get ekki neitað fyrir það, og mér finnst það ekkert sérstaklega gaman),“ segir Kristján.

„Ég hef nú rætt við nokkra sem viðhöfðu ljótustu kommentin og var að hugsa um að útbúa meiðyrðamál gagnvart þeim, en hugsaði svo málið upp á nýtt og fyrirgef þessu fólki bara í staðinn enda er það langbest og mér líður betur núna.“ 

Að lokum segist Kristján ætla að halda áfram með lífið eins og ekkert hafi ískorist og sér fyrir sér að komast „kannski í smá sumarfrí, þar sem svo margir ætla að sniðganga mín fyrirtæki.“ 

Mynd: Skjáskot Facebook
Mynd: Skjáskot Facebook
Mynd: Skjáskot Facebook

Pistill Kristjáns í heild: 

Hressandi umræða 

Hér eru topp kommentin frá liðnum dögum.

Ég er mikill keppnismaður og það er því kjörið að birta vinningshafa allra kommenta.

Útvarpsmaðurinn Halli Gísla, sem var svo góður á Bylgjunni á sínum tíma.

Ég hlusta mikið á Bylgjunna.  Halli Gísla hefur verið í miklu uppáhaldi hjá mér í mörg ár og þess vegna særðu þessi ummæli hans mig mikið og fyrir vikið fær Halli Gísla toppsætið að þessu sinni.

Ég óska Halla til hamingju og ég sendi þér vinninginn heim til þín, þú átt hann svo sannarlega skilið, enda hress og skemmtlegur gaur og góður að hamra á lyklaborðið.

Mynd: Skjáskot Facebook

Ég verð nú að segja að mér finnst ekkert sérstaklega gaman að lesa sum þessara kommenta, þetta særir mig, særir konuna mína, fjölskyldu, samstarfsfólk ,vini og öll börnin mín sex. (Get ekki neitað fyrir það, og mér finnst það ekkert sérstaklega gaman)

Ég hef nú rætt við nokkra sem viðhöfðu ljótustu kommentin og var að hugsa um að útbúa meiðyrðamál gagnvart þeim, en hugsaði svo málið uppá nýtt og fyrirgef þessu fólki bara í staðinn enda er það langbest og mér líður betur núna.

Jakob Grétar Bjarnason fær líka verðlaun fyrir bestu smellbeituna og sína íslensku snilli.

Honum tókst að breyta orðinu rola og súmera það í orðið aumingi

Þannig að fyrirsögn Jabobs, súmeruð upp í það sem ég viðhafði (að hans mati) væri að allir atvinnurekendur væru aumingjar. (Ég sagði reyndar ROLUR)

Rola er sá sem þorir ekki.

Aumingi er miklu ljótara orð og hefur allt aðra merkingu.

En takk Jakob, þetta fékk umræðuna á flug og ég aðeins meira skítkast, en það er bara hressandi

Mér sýnist geðheilsan á íslensku þjóðinni hanga á bláþræði og sennilega tilkynna margir sig veika í næstu viku. Kæmi mér ekki á óvart.

Miðað við viðbrögðin þá er þetta þörf umræða hér á landi og greinilega ekki mikil sátt um hvernig þessum málum er hagað.

Ég þakka Bylgjunni og Rás 2 fyrir góð og fróðleg viðtöl, Dv fyrir að starta þessu.  Mannlífi fyrir skemmtilegar fyrirsagnir.

Þakka Rás 2 og Bylgjunni fyrir að horfa á málið frá mörgum sjónarhornum og ræða þetta á íslensku.

Ég held áfram með lífið eins og ekkert hafi ískorist.

Kemst kannski í smá sumarfrí, þar sem svo margir ætla að sniðganga mín fyrirtæki.

Takk fyrir að lesa, deila, kommenta og taka þátt í þessari mikilvægu umræðu.

Ég fyrirgef ykkur öllum. Svo gott að fyrirgefa.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Stóra fíkniefnamálið: Skuldaði höfuðpaurnum tíu milljónir og fór í örlagaríka ferð með skemmtiferðaskipi

Stóra fíkniefnamálið: Skuldaði höfuðpaurnum tíu milljónir og fór í örlagaríka ferð með skemmtiferðaskipi
Fréttir
Í gær

Raðmorðingi játar á sig morð 42 kvenna á tveimur árum

Raðmorðingi játar á sig morð 42 kvenna á tveimur árum
Fréttir
Í gær

Vísaði frá máli gegn Donald Trump varðandi stuld á leynilegum skjölum – Skipaði sjálfur dómarann í embætti

Vísaði frá máli gegn Donald Trump varðandi stuld á leynilegum skjölum – Skipaði sjálfur dómarann í embætti
Fréttir
Í gær

Dómarinn rifjaði upp langan brotaferil Kourani – Hefur aldrei stundað vinnu á Íslandi

Dómarinn rifjaði upp langan brotaferil Kourani – Hefur aldrei stundað vinnu á Íslandi
Fréttir
Í gær

Auglýsingin fræga á Laugaveginum að hverfa – „Hræðilegt það er verið að byrja að mála yfir þetta“

Auglýsingin fræga á Laugaveginum að hverfa – „Hræðilegt það er verið að byrja að mála yfir þetta“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Það er siðferðislega óásættanlegt að þessu tjóni verði eingöngu velt yfir á íbúa í Vestmannaeyjum “

„Það er siðferðislega óásættanlegt að þessu tjóni verði eingöngu velt yfir á íbúa í Vestmannaeyjum “
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði