fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Fréttir

Kona sem rann í hálku glímir við varanlegar afleiðingar – Stendur uppi bótalaus eftir nokkurra ára baráttu

Ritstjórn DV
Föstudaginn 7. júní 2024 12:05

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hæstiréttur hefur hafnað beiðni konu um áfrýjunarleyfi en konan fór fram á að TM tryggingar greiddu henni bætur úr tryggingu vinnuveitanda hennar eftir að konan slasaðist við vinnu, þegar hún rann í hálku við að fara með rusl út af vinnustaðnum. Hafði konan, sem hlaut varanlega örorku eftir slysið, tapað málinu fyrir bæði héraðsdómi og Landsrétti en málareksturinn tók samtals tæp þrjú ár.

Í héraðsdómi og Landsrétti var TM sýknað af kröfu konunnar um bótagreiðslur. Í ákvörðun Hæstaréttar segir að Landsréttur hafi komist að þeirri niðurstöðu að það hefði ekki áhrif á sakarmat þótt að ekki hefði verið tilkynnt um slysið til Vinnueftirlitsins. Sagði Landsréttur að ekki yrði séð að slík rannsókn hefði verið til þessa fallin að upplýsa frekar um málsatvik. Af gögnum og framburði konunnar og vitna hafi mátt ráða að konunni hafi ekki tekist að sanna að slysið megið rekja til saknæmrar háttsemi forsvarsmanna fyrirtækisins sem hún starfaði fyrir þegar slysið varð. Var það niðurstaða Landsréttar að einfaldlega hafi verið um óhapp að ræða.

Í dómi Landsréttar í málinu sem féll í mars síðastliðnum segir meðal annars að slysið hafi átt sér stað í janúar 2020. Með þeim dómi fylgir dómur Héraðsdóms Reykjaness sem féll í janúar 2022 en málið var höfðað og þingfest í september 2021. Í dómi héraðsdóms segir að samkvæmt gögnum málsins hafi konan fengið stóra kúlu á hnakkann og tognað á öxl og hálsi. Hafi hún verið óvinnufær í viku vegna slyssins. Í mars 2021 hafi hún sótt um örorkubætur.

Samkvæmt dómnum var, með matsgerð læknis, varanlegur miski og varanleg læknisfræðileg örorka konunnar metinn 26 stig. Í fljótu bragði finnast ekki upplýsingar um hvað það nákvæmlega þýðir fyrir heilsu og starfsgetu konunnar en á heimasíðu Öryrkjabandalagsins segir að varanleg örorka segi til um skerðingu á möguleikum viðkomandi til að afla sér tekna. Tímabundin óvinnufærni konunnar frá slysinu og fram til 22. apríl 2021 var metin 100 prósent. Ljóst virðist því að konan glímir enn við afleiðingar slyssins.

Sögð þekkja aðstæður

Í dómi Landsréttar kom einnig fram að konan hefði unnið á vinnustaðnum í tæp fimm ár áður en slysið varð og þekkti því aðstæður. Það hafi verið hluti af hennar starfi að fara með rusl út í ruslagám í lok hvers vinnudags. Hún hafi einnig borið fyrir héraðsdómi að það hefði oftast komið í hennar hlut og annars starfsmanns að annast hálkuvarnir.

Í beiðni sinni til Hæstaréttar um áfrýjunarleyfi sagði lögmaður konunnar að það hefði verulegt almennt gildi um skyldur vinnuveitanda samkvæmt lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, og hversu ríkar skyldur verði lagðar á starfsmann að gæta að eigin öryggi á vinnustað. Einnig vísaði lögmaðurinn til þess að málið varði mikilsverða hagsmuni konunnar. Loks byggði lögmaðurinn beiðni um áfrýjunarleyfi á því að dómur Landsréttar hafi bersýnilega verið rangur að efni til enda sé hann í andstöðu við áðurnefnd lög og dómaframkvæmd Hæstaréttar. Auk þess hafi sakar- og sönnunarmat Landsréttar bersýnilega verið rangt.

Hæstiréttur tók hins vegar ekki undir með lögmanninum og segir að af gögnum málsins megi ekki annað ráða en að úrslit málsins hafi hvorki verulegt almennt gildi né varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni konunnar í skilningi laga um meðferð einkamála. Rétturinn mun því ekki taka málið fyrir og konan situr því eftir án nokkurra bóta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar
Fréttir
Í gær

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili
Fréttir
Í gær

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“