fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fréttir

Hluti bílastæða í Hörpu til sölu

Jakob Snævar Ólafsson
Föstudaginn 7. júní 2024 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fundi borgarráðs Reykjavíkur í gær var samþykkt að veita fjármála- og áhættustýringarsviði borgarinnar heimild til að hefja söluferli á 125 bílastæðum í bílastæðahúsi tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu. Var tillagan samþykkt með atkvæðum fulltrúa meirihlutaflokkanna og Sjálfstæðisflokksins í ráðinu en fulltrúi Sósíalista greiddi atkvæði gegn tillögunni og áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins andmælti henni í bókun.

Í bréfi fjármála – og áhættustýringarsviðs sem fylgir með fundargerð fundarins segir meðal annars að um sé að ræða öll bílastæði í bílastæðakjallara Hörpu sem séu í eigu borgarinnar, 125 af alls 420 stæðum. Vísað er til þess að starfshópur um betri afkomu bílastæðahúsa Bílastæðasjóðs hafi lagt meðal annars til sölu á einstaka bílastæðuhúsum og þar með talið bílastæðum í Hörpu.

Í bréfinu kemur fram að rekstrarfélagið Stæði slhf. annist rekstur bílastæðahússins í Hörpukjallara. Samkvæmt samþykktum félagsins hafi stjórn þess forkaupsrétt fyrir hönd félagsins að fölum hlutum í félaginu sjálfu. Að félaginu frágengnu hafi hluthafi forkaupsrétt að hlutum í hlutfalli við hlutafjáreign sína. Nýti aðilar ekki forkaupsrétt sinn muni nýr eigandi stæðanna taka sæti Reykjavíkurborgar í Stæði.

Núverandi eigendur Stæðis eru Reykjavíkurborg með 22,94 prósent hlut og Harpa tónlistar-og ráðstefnuhús ohf með 77,06 prósent hlut, eigendur þessa rekstrarfélags Hörpu eru ríkið (með 54 prósent hlut) og Reykjavíkurborg (með 46 prósent hlut).

Ljóst er að verðmæti bílastæðanna 125 sem borgin ætlar sér að selja er þó nokkurt en í umræddu bréfi fjármála- og áhættustýringarsviðs segir að brunabótamat þeirra samkvæmt Þjóðskrá sé 1.157.500.000 krónur.

Tveggja þrepa kerfi

Í bréfinu er lagt til að söluferlið fari fram í tveimur þrepum, sem borgarráð hefur veitt samþykki sitt fyrir með því að samþykkja tillöguna. Byrjað verður á því í fyrra þrepi að auglýsa stæðin til sölu með almennum upplýsingum um kvaðir og forkaupsrétt. Áhugasamir skila síðan inn umsóknum með ítarlegum upplýsingum um viðkomandi kaupanda, yfirlýsingu frá fjármálastofnun um greiðslugetu eða staðfestingu á fjármögnun vegna kaupanna og umboði ef kaupin eru gerð í nafni félags eða þriðja aðila.

Í næsta þrepi verður umsækjendum sem skilað hafa inn þessum gögnum afhent ítarlegri gögn og boðið að leggja fram fyrirspurnir sem verða birtar öllum umsækjendum ásamt svörum við þeim. Því næst verður boðið upp á skoðunarferð um bílastæðin. Loks verður umsækjendum boðið að skila inn bindandi kauptilboði þar sem koma skulu fram ítarlegar upplýsingar um tilboðsverð, greiðslutilhögun og fjármögnun. Umsækjendur munu hafa 30 daga til að skila inn tilboði eftir að þeir hafa fengið gögnin afhent.

Í bréfi fjármála- og áhættustýringarsviðs segir að lokum að gert sé ráð fyrir að bílastæðin verði auglýst til sölu í þessum mánuði.

Eins og áður kom fram samþykktu allir fulltrúar í borgarráði tillöguna nema Sanna Magdalena Mörtudóttir fulltrúi Sósíalistaflokksins.

Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins andmælti sölunni með bókun:

„Með sölu þessara bílastæða í bílakjallara Hörpu er farið út í mikla óvissu t.d. með hvað bílastæðagjaldið verður í framtíðinni. Enginn færi að kaupa þetta nema til að græða á því. Ekki liggur fyrir hvaða vandamál er í raun verið að leysa með því að selja. Ef bílakjallarinn er að skila hagnaði til borgarinnar þá er verið að selja eignir borgarinnar að óþörfu.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Guðmunda þekkir það vel að vera aftast í röðinni og gleymast – „Ég lifi það ekki af að bíða svo lengi, henni varð á að hlæja“

Guðmunda þekkir það vel að vera aftast í röðinni og gleymast – „Ég lifi það ekki af að bíða svo lengi, henni varð á að hlæja“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“
Fréttir
Í gær

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum
Fréttir
Í gær

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?
Fréttir
Í gær

Læti í Loðmundarfirði vegna friðlýsingar – „Það eru persónulegar erjur manna á milli“

Læti í Loðmundarfirði vegna friðlýsingar – „Það eru persónulegar erjur manna á milli“
Fréttir
Í gær

Rútuslys á Hellisheiði

Rútuslys á Hellisheiði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi