fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Fiskikóngurinn: Galið að fólk láti ekki samstarfsmenn sína heyra það ef þeir eru oft veikir

Ritstjórn DV
Föstudaginn 7. júní 2024 10:31

Kristján Berg, oft kenndur við Fiskikónginn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fiskikóngurinn Kristján Berg Ásgeirsson heldur áfram umræðunni um tilhæfulaus veikindavottorð á Facebook-síðu sinni. Kristján vakti athygli fyrr í þessari viku og sagðist ósáttur við starfsmenn sem tryggja sér laun án vinnuframlags með því að leggja fram læknisvottorð sem lítill grundvöllur er fyrir.

Hann deilir viðtali Bítisins á Bylgjunni í morgun við Ólaf Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, í en í viðtalinu sagði hann að atvinnurekendur væru uggandi yfir fjölgun tilhæfulausra vottorða. Var tilefni viðtalsins við Ólaf einmitt títtnefnd færsla Kristjáns fyrr í vikunni.

Sjá einnig: Fiskikóngurinn ósáttur vegna vafasamra veikindavottorða – „Við atvinnurekendur erum fokking ROLUR“

Í nýrri færslu á Facebook-síðu sinni segir Kristján:

„Það er akkúrat það sem ég hef verið að segja. Vottorð eru gefin út hægri vinstri, af læknum. -Tilhæfulaus vottorð.  Sem betur fer er þetta í minnihluta. En það grefur undan og skemmir fyrir þeim sem þurfa á vottorðum að halda og veikjast.“

Kristján bætir svo við að ef uppsögn úr starfi er stærsta áfall sem viðkomandi lendir í á lífsleiðinni þurfi viðkomandi að komast sem fyrst út úr bómullarkörfunni sinni.

„Alveg með ólíkindum að atvinnurekendur láti þetta viðgangast án þess að stappa niður fótunum. Það er líka galið að þeir sem eru á vinnumarkaði láti ekki samstarfsmenn sína heyra það ef þeir eru oft veikir. Ef sá sem vinnur við hliðina á þér er oft veikur, þá eykst álagið á þér til muna og öllum samstarfsmönnum þínum.“

Kristján segir að umræðan um gerviveikindi sé þörf innan hvers vinnustaðar.

„Flest allir vita að það er til fólk sem misnotar veikindi. Þetta kostar samfélagið mikið. Fyrirtækin get ekki hækkað laun á aðra vegna þess að kostnaðurinn er gríðarlegur vegna „gerviveikinda,“ segir hann og talar fyrir samstöðu bæði fyrirtækja og launafólks. „Við erum í þessu saman,“ segir hann og bætir við að virðing sé áunnin en ekki sjálfgefin.

„Fyrirtækin þurfa að sína starfsfólki virðingu. Starfsfólk þarf að sýna fyrirtækinu virðingu.

Ef þetta er gert á báða bóga, þá er ekkert mál að hafa gott atvinnulíf hér. Greiða hæstu launin. Vera með góðan móral og hafa gaman af lífinu. Ef þig langar ekki til þess að vinna lengur hjá þínu fyrirtæki, þá vinsamlegast hættu. Farðu að gera eitthvað sem þér þykir skemmtilegt að gera. Ekki eyða tíma þínum og annarra í vitleysu og leiðindi. Lífið er of stutt til þess.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Stóra fíkniefnamálið: Skuldaði höfuðpaurnum tíu milljónir og fór í örlagaríka ferð með skemmtiferðaskipi

Stóra fíkniefnamálið: Skuldaði höfuðpaurnum tíu milljónir og fór í örlagaríka ferð með skemmtiferðaskipi
Fréttir
Í gær

Raðmorðingi játar á sig morð 42 kvenna á tveimur árum

Raðmorðingi játar á sig morð 42 kvenna á tveimur árum
Fréttir
Í gær

Vísaði frá máli gegn Donald Trump varðandi stuld á leynilegum skjölum – Skipaði sjálfur dómarann í embætti

Vísaði frá máli gegn Donald Trump varðandi stuld á leynilegum skjölum – Skipaði sjálfur dómarann í embætti
Fréttir
Í gær

Dómarinn rifjaði upp langan brotaferil Kourani – Hefur aldrei stundað vinnu á Íslandi

Dómarinn rifjaði upp langan brotaferil Kourani – Hefur aldrei stundað vinnu á Íslandi
Fréttir
Í gær

Auglýsingin fræga á Laugaveginum að hverfa – „Hræðilegt það er verið að byrja að mála yfir þetta“

Auglýsingin fræga á Laugaveginum að hverfa – „Hræðilegt það er verið að byrja að mála yfir þetta“
Fréttir
Í gær

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið
Fréttir
Í gær

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Það er siðferðislega óásættanlegt að þessu tjóni verði eingöngu velt yfir á íbúa í Vestmannaeyjum “

„Það er siðferðislega óásættanlegt að þessu tjóni verði eingöngu velt yfir á íbúa í Vestmannaeyjum “
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði