fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fréttir

Dómur þyngdur yfir Hrannari – Hlýtur 10 ára dóm vegna skotárásar við Þórðarsveig

Ritstjórn DV
Föstudaginn 7. júní 2024 14:26

Hrannar Fossberg Viðarsson. Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur þyngt dóm yfir Hrannari Fossberg Viðarssyni vegna skotárásar á karl og konu á bílaplani við Þórðarsveig í Grafarholti  þann 10. febrúar árið 2022. Héraðsdómur dæmdi Hrannar í átta ára fangelsi í mars 2023 en Landsréttur komst að þeirri ákvörðun að hæfileg refsing yrði 10 ára fangelsi. Vísir greinir frá. 

Að auki þarf Hrannar að greiða fólkinu samtals 4,5 milljónir króna í bætur sem og allan áfrýjunarkostnað málsins, 2,9 milljónir króna.

Konan, sem er fyrrverandi unnusta Hrannars, fékk skot í magann og slasaðist lífshættulega, maðurinn fékk skot í lætið. Hrannar var í um 30-40 metra fjarlægð frá brotaþolunum og skaut á þau úr farþegasæti bíls.

Fyrir dómi viðurkenndi Hrannar stórfellda líkamsárás en hafnaði því að hafa ætlað að myrða fólkið. Hann fullyrti jafnframt að árásin hefði beinst að karlmanninum en konan hefði óvart orðið fyrir skoti.+

Þrátt fyrir að vera aðeins 25 ára gamall á Hrannar langan brotaferil að baki. Þegar hann framdi árásina var hann á reynslulausn vegna fimm ára fangelsisdóms sem hann hafði hlotið fyrir ýmis brot. Honum var gert að afplána 900 daga eftirstöðvar af þeim dómi eftir skotárásina.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Tilkynnt um öskrandi mann með hníf í annarlegu ástandi

Tilkynnt um öskrandi mann með hníf í annarlegu ástandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr segir hinn meinta útlendingavanda byggjast á „múgsefjun, ótta, ranghugmyndum og fordómum“

Jón Gnarr segir hinn meinta útlendingavanda byggjast á „múgsefjun, ótta, ranghugmyndum og fordómum“