fbpx
Miðvikudagur 19.febrúar 2025
Fréttir

Bjarni vill að almenningur fái að vita hvað er að gerast í undirheimunum – „Glæpasamtök berjast um völdin“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 7. júní 2024 16:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að ískyggileg þróun eigi sér stað í undirheimunum og birtingarmyndir hennar finnist á götum Reykjavíkur og á landamærunum. „Allt sem er að gerast í Skandinavíu og Bretlandi getur gerst hér, við erum að fá þetta í smærri skömmtum en við erum að fá þetta allt hér,“ sagði Bjarni í viðtali við Stefán Einar Stefánsson í þættinum Spursmál á mbl.is.

Tilefni þessara ummæla voru spurningar Stefáns Einars um frumvarp til nýrra lögreglulaga sem nú liggur fyrir þingi og felur í sér auknar valdheimildir lögreglu og rýmri heimildir til notkunar skotvopna. Jódís Skúladóttir, þingmaður VG, hefur viðrað miklar efasemdir um frumvarpið og telur að lögreglunni sé vart treystandi fyrir þeim valdheimildum sem hún hefur núna.

Í ljósi andstöðu úr VG spurði Stefán Einar hvort raunhæft væri að frunvarpið yrði að lögum á þessu þingi sem nú er að klárast. Bjarni segist hafa vonir til að málið klárist og þetta frumvarp sé mikilvægara en almenningur geri sér grein fyrir vegna ástands í undirheimum og á landamærunum. „Glæpasamtök berjast um völdin á Íslandi,“ segir Bjarni og vill hann beita sér fyrir því að almenningur fá betri innsýn inn í störf lögreglu, t.d. í gegnum opna upplýsingafundi. Bjarni telur það vera sjálfsblekkingu að halda að lögregla sem beri trékylfu eina að vopni geti sinnt störfum sínum sem skyldi.

„Ég er þeirrar skoðunar að lögreglan þurfi frekari valdheimildir,“ segir Bjarni og telur hann mikilvægt að ný lögreglulög verði afgreidd frá þingi.

 Pólitísk reynsla töluð niður

Rætt var um nýafstaðnar forsetakosningar. Bjarni sagði að umræðan í kosningabaráttunni hefði um margt verið furðuleg, t.d. að Katrín hafi komið honum í embætti forsætisráðherra. Katrín hefði ekki haft neitt um það að segja hver yrði arftaki hennar enda hefði hún sagt sig frá slíkum ákvörðunum um leið og hún sagði af sér embætti og fór í forsetaframboð.

Bjarni segir að það sé umhugsunarvert að það sé notað gegn fólki í forsetaframboði að það hafi reynslu úr stjórnmálum. Honum þótti undarlegt að heyra aðra frambjóðendur leggja áherslu á að þeir hefðu aldrei tekið þátt í flokkspólitísku starfi. Þegar lagt sé upp með að það sé slæmt að hafa stjórnmálareynslu að baki þegar sóst sé eftir forsetaembætti þá sé vegið að stjórnmálastarfi almennt. Reynsla af stjórmmálastörfum sé hins vegar dýrmætur bakgrunnur. Bjarni taldi Katrínu vera góðan frambjóðenda sem hefði notið breiðs stuðnings, en: „Halla vinnur frábæran sigur í þessum kosningum og á skilið athygli og hrós fyrir það.“

Straumur fullyrðinga um að allt sé ómögulegt

Þeir Stefán Einar og Bjarni ræddu um ríkisstjórnarsamstarfið og slæma stöðu stjórnarflokkanna í skoðanakönnunum. Bjarni segir að öfgafull umræða á samfélagsmiðlum dragi upp villandi mynd af stöðu mála. „Maður stendur í straumi fullyrðinga sem draga upp þá mynd að allt sé ómögulegt,“ sagði Bjarni og benti á að kaupmáttur heimila hefði síðustu ár verið í hæstu hæðum og mun hærri en í nágrannaríkjum. Heimili sem glími við háa óverðtryggða vexti af húsnæðilánum séu að fara í gegnum tímabundna kaupmáttarrýrnun en það standi til móta með kólnandi hagkerfi, lækkandi verðbólgu og vaxtalækkunum sem ættu að vera í farvatninu.

Bjarni segir að stjórnarflokkar í öðrum löndum glími við fylgishrun sem verði á stuttum tíma vegna hatrammrar þjóðfélagsumræðu og þær fylgislægðir sem stjórnarflokkarnir hér á landi þurfi að fara í gegnum séu ekki einsdæmi í því samhengi.

Rætt var um orkumál og andstöðu VG við virkjandi. Bjarni segir að VG sé fylgjandi grænni orku og miklir möguleikar séu í þeim grænu orkukostum sem nú þegar séu komnir í nýtingarflokk. Hins vegar hafi VG viljað vanda málsmeðferðarferla úr hófi fram og það hafi valdið töfum. „Það er ekki ágreiningur í ríkisstjórninni um að við ætlum að afla meiri orku, “ sagði Bjarni og hann sagði um VG: „Ég veit þau eru talmsenn þess að við nýtum græna orkukosti í landinu.“

Stefán Einar sótti fast að Bjarna með spurningum sínum um halla ríkisstjóðs upp á 50 milljarða. Bjarni sagði hallann ekki vera áhyggjuefni, helstu ástæðurnar fyrir honum væru kostnaður vegna náttúruhamfara í Grindavík og vegna málefna hælisleitenda. Það væri skynsamlegt að bregðast við áföllum með ríkissjóðshalla en hafa myndarlegan afgang af ríkissjóði þegar vel árar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Síbrotamaðurinn Guðfinnur sakfelldur fyrir nauðganir

Síbrotamaðurinn Guðfinnur sakfelldur fyrir nauðganir
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Takmarkanir settar á útlitsbreytandi meðferðir með fylliefnum

Takmarkanir settar á útlitsbreytandi meðferðir með fylliefnum
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Myndband sýnir augnablikið þegar flugvél Delta brotlenti – Ótrúlegt að allir hafi lifað slysið af

Myndband sýnir augnablikið þegar flugvél Delta brotlenti – Ótrúlegt að allir hafi lifað slysið af
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Segir að Pútín gleðjist yfir taktík Trump

Segir að Pútín gleðjist yfir taktík Trump
Fréttir
Í gær

Ljóst að ákvarðanir voru teknar að illa ígrunduðu máli – „Það er hagfræði andskotans og bakreikningurinn verður þungur“

Ljóst að ákvarðanir voru teknar að illa ígrunduðu máli – „Það er hagfræði andskotans og bakreikningurinn verður þungur“
Fréttir
Í gær

Vilja fund með lögreglustjóra vegna fimm ára tafa á kæru ÁTVR – „Hvað í ósköpunum geti skýrt þessa ótrúlegu töf“

Vilja fund með lögreglustjóra vegna fimm ára tafa á kæru ÁTVR – „Hvað í ósköpunum geti skýrt þessa ótrúlegu töf“