fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Fréttir

Vilhjálmur hraunar yfir ríkisstjórnina: „Það hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir ykkur“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 5. júní 2024 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, lætur ríkisstjórnina heyra það í umræðum á þræði Brynjars Níelssonar, fyrrverandi þingmanns Sjálfstæðisflokksins, á Facebook.

Brynjar skrifaði færslu í gær þar sem hann furðaði sig á fylgi Samfylkingarinnar í skoðanakönnunum. Í niðurstöðum könnunar Gallup, sem birtar voru á mánudag, var fylgi Samfylkingarinnar 29,9%. Til samanburðar er samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna 30,4% og munar þar mestu um fylgi Sjálfstæðisflokks sem mælist 18,0%. Fylgi Framsóknar er 9,1% og VG 3,3%.

„Sennilega er þetta bara eitt af undrum veraldar,“ sagði Brynjar sem bætti við að þekkt væri að flokkar og menn rjúki upp í könnunum en þegar á hólminn sé komið sé áhuginn mjög takmarkaður.

Margir lögðu orð í belg undir færslu Brynjars en Vilhjálmur spurði hvort hluti af skýringunni á þessu aukna fylgi Samfylkingarinnar væri ekki óánægja kjósenda með núverandi ríkisstjórn.

„Það hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir ykkur sjálfstæðismenn að sjá flokkinn ykkar mælast með einungis 18% í nýjustu skoðanakönnun frá Gallup. Það er svo sem ekki skrýtið þegar flokkur sem kennir sig við frelsi á öllum sviðum nær ekki að verja eitt af mikilvægustu ákvæðum stjórnarskrárinnar sem er 75 gr. um atvinnufrelsi fyrirtækja og einstaklinga. Láta flokk eins og Vinstri græna sem mælist með 3,3% í könnunum fótum troða atvinnufrelsið og bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn horfa gjörsamlega aðgerðalausir á. Skil reyndar ekki lengur fyrir hvað Framsóknarflokkurinn stendur annað en sjálfan sig.“

Brynjar sagði að það væri örugglega hluti af skýringunni. „En ég skil samt ekki að menn fylki sér um Samfylkinguna vegna þessarar óánægju,“ sagði Brynjar.

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata í stjórnarandstöðu, sagði að miðað við frammistöðu Sjálfstæðisflokksins á þingi undanfarna áratugi sé mjög merkilegt að fylgið skuli vera þar sem það er. „Það er frekar eitt af undrum veraldar. Að einhverju leyti má skýra fylgi Samfylkingarinnar út frá verkum Sjálfstæðisflokksins. En af hverju fylgið þar en ekki annars staðar – er líka mjög merkilegt. Eins og þú bendir á.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Fá ekki greitt fyrir óunna yfirvinnu úr þrotabúi Skagans 3X

Fá ekki greitt fyrir óunna yfirvinnu úr þrotabúi Skagans 3X
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Fordæma seinagang mennta- og barnamálaráðuneytisins

Fordæma seinagang mennta- og barnamálaráðuneytisins
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu