fbpx
Sunnudagur 06.október 2024
Fréttir

Ragnar hjólar í hjólahvíslarann – „Þú ert ekki einhver súperhetja í mínum augum“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 4. júní 2024 17:00

Bjartmar Leósson (t.v.) og Ragnar Erling Hermannsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þú ert ekki einhver súperhetja í mínum augum að vera að ná í einhver hjól á meðan þú ert að klína endalausu stigma og fordómum á hópinn í leiðinni,“ segir Ragnar Erling Hermannsson í myndbandi á Facebook-síðu sinni þar sem hann sakar Bjartmar Leósson um fordóma gegn óreglufólki.

Ragnar hefur verið áberandi í samfélagsumræðunni undanfarin ár og talað fyrir málstað fíknisjúkra og heimilislausra. Árið 2009 var hann handtekinn fyrir kókaínsmygl í Brasilíu og sat þar í fangelsi í fjögur ár. Á undanförnum árum hefur hann oft verið heimilislaus og í neyslu en hefur náð góðum edrútímabilum inn á milli. Í áðurnefndu myndbandi segist hann ekki fá vinnu vegna þess að hann hafi gefið nafn sitt og andlit í baráttuna fyrir bættum hag utangarðsfólks og því sé hann tengdur við óreglu og fíkn. Atvinnuveitendur missi því áhugann um leið og þeir átta sig á því hver maðurinn er.

Bjartmar Leósson er landsþekktur fyrir baráttu sína gegn reiðhjólaþjófnuðum og öðrum gripdeildum. Hvað eftir annað hefur hann endurheimt þýfi og komið í þakklátar hendur eigenda sinna, sem í sumum tilvikum eru börn sem hafa misst reiðhjólin sín í hendur þjófa. Undanfarið hefur Bjartmar talað tæpitungulaust um framgöngu fólks sem auglýsir þýfi í stórum stíl á markaðstorgi Facebook, auk þess sem hann hikar ekki við að greina frá því að þýfi finnist þráfaldlega á sömu stöðum, í gistiskýlum fyrir heimilislausa og fyrir utan Konukot.

Sjá einnig: Par svífst einskis í viðskiptum með þýfi – Segist vilja kaupa stolin hlaupahjól og býður fíkniefni til að sprauta í æð

Þau tíðindi urðu á mánudag að tveimur bílum var stolið úr sömu götunni í Norðurmýri, Gunnarsbraut. Annar bíllinn fannst fyrir utan Konukot. Bjartmar vakti athygli á því í Facebook-hópi sínum, Hjóladót, en hann hefur undanfarið verið óhræddur við að bendla fólk og staði við þjófnaði og þýfi. Ragnari Erling mislíkar þetta, segir Bjartmar vera að ala á fordómum gegn hinum jaðarsettu og spilla vinnu sinni, þ.e. Ragnars, fyrir hagsmunum þessa fólk. Í myndbandinu að ofan segir hann:

„Þú ert bara að breiða úr fordóma þegar þú talar um að auðvitað fannst hjólið eða bíllinn og þetta og þetta þýfi á gistiskilunum eða Konukoti, skilurðu?“

Hann segir að fíklahópurinn verði núna fyrir sambærilegum fordómum og svartir hafi orðið fyrir í suðurríkjum Bandaríkjanna eða hommar verði fyrir:

„Nákvæmlega eins með hommana og bara alla þessa hópa sem hafa fengið sitt pallborð fyrir samfélagslegri virðingu. En núna er röðin komin að fíklunum. Það eru allir innan þess hóps, allir þeir minnihlutahópar sem hafa fengið sitt pallborð í samfélagslegri virðingu.“

Bjartmar bendir á hópinn sem hann er að berjast fyrir

„Ég er í friðsamlegum samskiptum við langflesta sem eru í þessum hópi. Mig langar að sjá úrræði þeim til handa löguð því þau eru í molum núna. Þau eru engan veginn að stemma við vandann sem er í gangi. En svo skal alveg viðurkennast að maður er orðinn vel þreyttur á því að vera alltaf að eltast við sama hópinn á sömu stöðunum, ár eftir ár eftir ár. Mér finnst ég ekki vera að segja nýjar fréttir þegar ég segi frá því hvar bíll hafi fundist. Það þarf klárlega að hjálpa þessum hópi en það má líka fara að draga skýra línu. Hvernig má það vera að það sé bara ekkert mál að vera fyrir utan Konukot á stolnum bíl?“ segir Bjartmar Leósson í samtali við DV.

Hann bendir jafnframt á að það sé annar hópur en fíklahópurinn sem hann vilji vekja athygli og berjast fyrir: „Það er hópur þeirra sem verða fyrir þjófnaði. Oft er jafnvel gert lítið úr þeirra upplifun og þau virðast jafnvel varla skipta nokkru máli þegar rætt er um stóra samhengið í þessu öllu. Mér finnst nóg komið af því og stend upp fyrir þann hóp.“

Bjartmar bendir jafnframt á það að í samskiptum sínum við fólk á jaðrinum hafi hann stuðlað að því að menn hafa komið sér í meðferð og séu í standi í dag. „Ég sé ekki fordóma þar. Ég er bara að tala um hlutina eins og þeir eru, þetta er búið að þrífast of lengi í þögninni.“

 

Fréttinni hefur verið breytt 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sveitarstjóri Múlaþings lýsir áhyggjum af afnámi tolla á skemmtiferðaskip – Hvert skip skilar 4 milljónum í kassann

Sveitarstjóri Múlaþings lýsir áhyggjum af afnámi tolla á skemmtiferðaskip – Hvert skip skilar 4 milljónum í kassann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Miðaldra kona hnuplaði peningum úr sjóðsvélum fyrirtækisins sem hún starfaði hjá

Miðaldra kona hnuplaði peningum úr sjóðsvélum fyrirtækisins sem hún starfaði hjá
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Húseigendur í Kópavogi sáu ekki til sólar fyrir trjágróðri nágrannans – Tekist á um hæð trjánna á tveimur dómsstigum

Húseigendur í Kópavogi sáu ekki til sólar fyrir trjágróðri nágrannans – Tekist á um hæð trjánna á tveimur dómsstigum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Slapp undan milljóna reikningi eftir klúður á bensínstöð

Slapp undan milljóna reikningi eftir klúður á bensínstöð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bíll logar á Reykjanesbraut – „Sátu bara þarna í hnipri úti í hrauni“

Bíll logar á Reykjanesbraut – „Sátu bara þarna í hnipri úti í hrauni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Engin miskunn gegn eftirlýstri móður – Verður framseld og þarf að sitja í fangelsi

Engin miskunn gegn eftirlýstri móður – Verður framseld og þarf að sitja í fangelsi