fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Fréttir

Gunnar Smári: „Þetta er einhver fýlubomba tapsárra“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 3. júní 2024 11:00

Gunnar Smári Egilsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson, fjölmiðlamaður og einn af stofnendum Sósíalistaflokks Íslands, segir að Morgunblaðið hafi blandast í hóp þeirra sem halda því fram að kosið hafi verið gegn Katrínu Jakobsdóttur á laugardaginn en ekki með Höllu Tómasdóttur sem vann yfirburðasigur.

Hann gerir frétt Morgunblaðsins þar sem rætt er við Stefaníu Óskarsdóttur, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, að umtalsefni á Facebook-síðu sinni.

Í fréttinni sem Gunnar Smári vísar til tjáir Stefanía sig um úrslit kosninganna og segir að svo virðist ákveðinn hópur kjósenda hafi ákveðið að kjósa taktískt til að Katrín ynni ekki. Ef hún hefði notið meira fylgis í skoðanakönnunum á lokametrum baráttunnar hefði ekki komið til þessa sambræðings gegn henni.

„Morgunblaðið blandast í hóp þeirra sem halda því fram að kosið hafi verið gegn Katrínu á laugardaginn en ekki með Höllu, að kjósendur hafi kosið með illum hug. Þetta er einhver fýlubomba tapsárra. Það sem gerðist á kjördag var hins vegar eftirfarandi,“ segir Gunnar Smári og bætir við að þegar kjörstaðir opnuðu hafi litið út fyrir að Halla Tómasdóttir og Katrín væru jafnar með fjórðungsfylgi hvor. Aðrir frambjóðendur hefðu ekki haft raunhæfan möguleika á sigri.

„Fimmtungur af þeim 50 prósentum sem höfðu hugsað sér að kjósa annan frambjóðanda en þær tvær mat það svo að valið stæði í raun um hvora fólk vildi sem forseta, Höllu eða Katrínu. Og svo til allir af þessum hópi, 10% kjósenda, kusu Höllu,“ segir Gunnar Smári og bætir við að Halla hafi notið víðtækara trausts en Katrín sem virtist ekki ná lengra en upp í 25%.

„Þetta sást í öllum könnunum sem spurðu um annað val kjósenda, traust gagnvart frambjóðendum, hvern fólk vildi síst á Bessastaði o.s.frv. Katrín hafði sterkan stuðning en sem virtist ekki ná út fyrir 25%. Það fylgi hefð getað gert hana að forseta ef atkvæði hefðu dreifst á marga frambjóðendur, en hún hefði þá orðið forseti gegn vilja 42% kjósenda. Sama hlutfall var um 8% hjá Höllu.“

Gunnar Smári segir að Katrín hafi komið með þessa stöðu inn í kosningabaráttuna.

„Andstaðan við hana hafði komið fram í könnunum um traust til hennar sem ráðherra, í afstöðu fólks til ríkisstjórnarinnar og til fylgistaps og flótta fólks frá Vg. Þetta er farangur sem Katrín tók með sér í forsetakjör. Og þegar upp var staðið kom í ljós að hún gat ekki unnið. Hún hafði ekki til þess nægan stuðning og hafði misst stuðning of margra.“

Gunnar Smári segir að þetta sé það sem í grunninn gerðist á laugardaginn.

„10% kjósenda tóku kosningunum sem vali á milli Höllu og Katrínar og völdu Höllu. Það voru engin svik, engin illvirki, ekkert svindl eða óheiðarleiki. Bara fólk að fara vel með atkvæði sitt. Og þessi söguþráður tengist aðeins 10% kjósenda. 90% kjósenda héldu sig við sitt val, létu skoðanakannanir ekki trufla sig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sigurjón dæmdur í átta ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri konu og syni hennar

Sigurjón dæmdur í átta ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri konu og syni hennar
Fréttir
Í gær

Þéttingaráform í miðborginni samþykkt þrátt fyrir áhyggjur íbúa

Þéttingaráform í miðborginni samþykkt þrátt fyrir áhyggjur íbúa
Fréttir
Í gær

Efling segir SVEIT ætla að njósna um starfsfólk veitingahúsa og hefur kært félagið til Persónuverndar

Efling segir SVEIT ætla að njósna um starfsfólk veitingahúsa og hefur kært félagið til Persónuverndar
Fréttir
Í gær

Fíkniefnaneysla meginorsök banaslyssins í Lækjargötu

Fíkniefnaneysla meginorsök banaslyssins í Lækjargötu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vill ákæra forstöðumenn fyrir framúrkeyrslu

Vill ákæra forstöðumenn fyrir framúrkeyrslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafnfirðingar hrifnir af hrossataði

Hafnfirðingar hrifnir af hrossataði