fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

„Ég held að ýmsir stuðningsmenn Samfylkingarinnar hafi verið pirraðir út í hana“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 3. júní 2024 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefanía Óskarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að þó Katrín Jakobsdóttir hafi átt dyggan hóp stuðningsmanna hafi hann ekki verið nægjanlega stór.

„Hefði hún haft öruggara forskot hefði að mínu mati ekki komið til þessa sambræðings gegn henni á lokametrum kosningabaráttunnar,“ segir hún í viðtali við Morgunblaðið í dag þar sem forsetakosningarnar um helgina eru gerðar upp.

Stefanía segir að svo virðist sem ákveðinn hópur kjósenda hafi ákveðið að kjósa taktískt til að Katrín ynni ekki kosningarnar. Bendir hún á að Halla hafi á lokametrum baráttunnar verið komin í góða stöðu og nærri jöfn Katrínu. „Það auðveldaði ýmsum, sem kannski hefðu ætlað að kjósa Höllu Hrund eða Baldur, að kjósa frekar Höllu Tómasdóttur, af því að þeir vildu tryggja að Katrín ynni ekki og skildu þar með sína frambjóðendur eftir með sárt ennið,“ segir hún.

Margir töldu að Katrín myndi hafa sigur, sérstaklega í ljósi þess að hún naut stuðnings úr öðrum flokkum, Sjálfstæðisflokknum einna helst. En það dugði ekki til og segir Stefanía að ýmsar ástæður geti legið þar að baki.

„Ég held að ýmsir stuðningsmenn Samfylkingarinnar hafi verið pirraðir út í hana fyrir að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Síðan held ég að töluvert sé til í þeirri kenningu að sumt fólk telji að forsetinn eigi að vera mótvægi við ríkisstjórnina, þ.e. eigi ekki að vera í sama liði og hún. Síðan held ég að einhverjum hafi mislíkað hvað hún hætti skyndilega og fara úr því að vera forsætisráðherra yfir í forsetaembættið, þótt það of mikill metnaður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir
Fréttir
Í gær

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“
Fréttir
Í gær

Selenskíj varpar ljósi á það hversu margir úkraínskir hermenn hafa fallið í stríðinu

Selenskíj varpar ljósi á það hversu margir úkraínskir hermenn hafa fallið í stríðinu
Fréttir
Í gær

Ilræmdur rússneskur pyntingastjóri drepinn með bílsprengju

Ilræmdur rússneskur pyntingastjóri drepinn með bílsprengju
Fréttir
Í gær

Uppnám í Langholtshverfi vegna drápshunda – „Þessir hundar voru að drepa kött kærastans míns! Hringdu á lögguna strax“

Uppnám í Langholtshverfi vegna drápshunda – „Þessir hundar voru að drepa kött kærastans míns! Hringdu á lögguna strax“