fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fréttir

Slitu hendi af múmíu í flutningum – Fornleifafræðingar bálreiðir

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 2. júní 2024 19:00

Múmíurnar eru heimsfrægar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fornleifafræðistofnun Mexíkó sakar borgaryfirvöld í borginni Guanajuato um afleita meðhöndlun á stórmerkum múmíum. Starfsfólk sleit óvart höndina af einni múmíunni.

Múmíurnar í Guanajuato, um miðbik Mexíkó, eru stórmerkar. Eru þetta lík fólks sem létust í miklum kólerufaraldri í Mexíkó árið 1833. Varðveittust líkin sem múmíur í gröfum vegna hins þurra loftslags.

Ein kona grafin lifandi

Komst þetta í ljós árið 1870 þegar ættingjar höfðu ekki greitt svokallaðan grafarskatt og lík voru grafin upp til geymslu þangað til að skatturinn væri greiddur. Spurðist þetta út og hafði fólk áhuga á að skoða múmíurnar. Var því komið á fót safni fyrir í kringum 100 múmíur.

Í dag standa þær í glerbúrum á varanlegri sýningu í Guanajuato. Sumar hafa verið lánaðar á önnur söfn, meðal annars í Bandaríkjunum.

Talið er að ein múmían hafi verið grafin lifandi. Það er af konu sem hét Ignacia Aguilar og hafið fengið hjartastopp. Múmía hennar var í öðruvísi stellingu en flestar aðrar. Eins og segir í Wikipediu grein um málið hafi andlit hennar hafi snúið niður, verið mjög blóðugt, hún hafi verið með hendurnar undir andlitinu og búið var að borða hluta annarrar handarinnar. Talið sé að hún hafi vaknað í kistunni og látist úr súrefnisskorti.

Flækt í pólitík

Samkvæmt fornleifafræðistofnuninni, INAH, vantar nú handlegginn á eina múmíuna. Handleggurinn hafi rifnað af þegar var verið að gera framkvæmdir á safninu eins og segir í frétt AP af málinu.

Eitt af börnunum sem grafin voru upp.

INAH telur sig hafa forræði yfir múmíunum í ljósi þess að þær séu mikilvægur sagnfræðilegur og fornleifafræðilegur arfur Mexíkó. Borgarstjórn Guanajuato telur sig einnig hafa forræði yfir múmíunum, sem séu eitt helsta aðdráttarafl borgarinnar fyrir ferðamenn og skaffi því miklar tekjur.

Ekki bætir úr sök að málið er flækt í pólitík. Guanajuato borg er stýrt af hinum hægrisinnaða PAN flokki, helsta stjórnarandstöðu flokknum við vinstriflokkinn Morena sem stýrir landinu, og þar með INAH.

Krefjast úttektar

INAH hefur farið fram á nákvæma úttekt á hvað var gert í framkvæmdunum á safninu. Einnig hvaða leyfi hafi verið sótt um áður en byrjað var að færa múmíurnar.

„Þetta atvik sýnir að aðferðin við að færa safnkostinn var ekki sú rétta og ekki hafi verið rétt að henni staðið út frá forvörslu. Skemmdir urðu á safnkostinum, ekki aðeins þessu eina líki,“ segir í tilkynningu INAH. „Það lítur út fyrir að einstaklingarnir sem framkvæmdu verkið hafi hvorki haft réttu þekkinguna eða verkfærin.“

Ekki var getið hvaða aðrir bútar hefðu hrunið af múmíunum. Borgarstjórn Guanajuato hefur ekki brugðist við tilkynningunni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri