fbpx
Mánudagur 04.nóvember 2024
Fréttir

Forsetakosningar 2024: Nýjar tölur – Halla leiðir enn og Katrín óskar henni til hamingju – „Þetta geri ég ekki aftur“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 2. júní 2024 01:02

DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrstu tölur eru komnar úr Reykjavíkurkjördæmi-Norður í forsetakosningunum en þar hafa verið talin 21.152 atkvæði og einnig úr Norðvesturkjördæmi, þar hafa verið talin 7.052 atkvæði. Halla Tómasdóttir leiðir enn á landsvísu en nú munar um 7 prósentustigum á henni og Katrínu Jakobsdóttur en þegar síðustu tölur komu munaði um níu prósentustigum.

Halla Tómasdóttir er eins og staðan er núna með 33,6 prósent

Katrín Jakobsdóttir hefur 26,4 prósent

Halla Hrund Logadóttir er með 14,7  prósent

Jón Gnarr hefur 10,7 prósent

Baldur Þórhallsson hefur 8,3 prósent

Arnar Þór Jónsson hefur 4,8 prósent

Aðrir frambjóðendur hafa eins og raunin hefur verið síðan fyrstu tölur birtust minna en 1 prósent.

Katrín Jakobsdóttir hefur játað ósigur sinn í viðtali við RÚV og hefur óskað Höllu Tómasdóttur til hamingju og segir ljóst að hún verði næsti forseti Íslands. Þegar Katrín var spurð hvort hún myndi bjóða sig fram aftur til forseta eftir að hún hafði lýst ánægju með ferðir sínar um landið í kosningabaráttunni sagði hún einfaldlega:

„Þetta geri ég ekki aftur.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri