fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Kona flutt með þyrlu á sjúkrahús eftir að „buggy-bíll“ valt út í Krossá

Ritstjórn DV
Laugardaginn 1. júní 2024 19:07

Mynd/Slysavarnarfélagið Landsbjörg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Konu var bjargað fyrr í dag þegar svokallaður „buggy-bíll“ sem hún ók valt út í Krossá, í Þórsmörk.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu.

Í tilkynningunni segir að konan hafi ekið bílnum á vegslóða sem liggur ofan á varnargarði við Goðaland þegar hann valt niður garðinn og út í á.

Björgunarsveitir sitt hvoru megin Markarfljóts, frá Hvolsvelli og undan Eyjafjöllum hafi verið kallaðar út um klukkan 10 mínútur yfir tvö, ásamt sjúkraflutningafólki.

Í tilkynningunni segir enn fremur að ökumaður buggy bílsins virðist hafa losnað úr bílnum við veltuna og verið föst við hann. Nærstaddir hafi náð að koma henni strax til aðstoðar og losa hana frá bílnum og upp úr ánni.

Svo heppilega hafi viljað til að inn á Goðalandi var staddur hópur lækna á ferðalagi sem hafi þegar farið á staðinn og hlúð að þeirri sem slasaðist meðan björgunarsveitir fluttu sjúkraflutningafólk inn að Goðalandi. Þeir hafi metið ástandið þannig að rétt væri að kalla til þyrlu.

Björgunarsveitir og sjúkraflutningar hafi verið komin á staðinn klukkan 15 og þyrla um 15:35 og hafi þá konan verið flutt um borð í hana.

Að lokum segir í tilkynningunni að björgunarsveitir hafi farið því næst í það verkefni að ná bílnum úr ánni. Því verki var lokið um hálf fimm í dag og héldu björgunarsveitir þá til baka.

Nokkrar myndir frá aðgerðum má sjá hér fyrir neðan:

Mynd/Slysavarnarfélagið Landsbjörg
Mynd/Slysavarnarfélagið Landsbjörg
Mynd/Slysavarnarfélagið Landsbjörg
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fjárfestar hafa sölsað undir sig tæplega 90% seldra íbúða á árinu – „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt“

Fjárfestar hafa sölsað undir sig tæplega 90% seldra íbúða á árinu – „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Pawel sakar stjórnvöld um aumingjaskap – „Hvernig væri að kalla stjórnendur þessa miðils í skýrslutöku“

Pawel sakar stjórnvöld um aumingjaskap – „Hvernig væri að kalla stjórnendur þessa miðils í skýrslutöku“
Fréttir
Í gær

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater
Fréttir
Í gær

Dómur kveðinn upp yfir Kourani – Hefur brotið af sér og ofsótt fólk árum saman

Dómur kveðinn upp yfir Kourani – Hefur brotið af sér og ofsótt fólk árum saman
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Drama í ófullgerðu fjöleignarhúsi – Ósátt við nýju veggina og neituðu að færa bílana

Drama í ófullgerðu fjöleignarhúsi – Ósátt við nýju veggina og neituðu að færa bílana