Það er margt um manninn í kosningavöku Höllu Hrundar Logadóttur sem haldin er í Björtuloftum í Hörpu. Halla Hrund naut mikils fylgis í skoðanakönnunum síðustu vikurnar fyrir kosningar en ef marka má fyrstu tölur gaf hún aðeins á bátinn undir lokin.
Halla Hrund getur þó borið höfuðið hátt enda kom hún inn í baráttuna um Bessastaði af miklum krafti og hristi verulega upp í kosningunum. Eftir fyrstu tölur var Halla Hrund með 16,2% fylgi, talsvert á eftir nöfnu sinni Höllu Tómasdóttur.
Meðfylgjandi eru myndir sem teknar voru á kosningavöku Höllu Hrundar í kvöld.