fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Frambjóðendur kjósa: Var Halla að greiða næsta forseta Íslands atkvæði sitt? – Myndir

Ritstjórn DV
Laugardaginn 1. júní 2024 12:08

Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halla Tómasdóttir var sú fjórða í röðinni af þeim forsetaframbjóðendum sem hafa verið með mest fylgi í skoðanakönnunum til að kjósa í forsetakosningunum í dag. Hún kaus í Ráðhúsi Reykjavíkurborgar núna klukkan 11:30. Ljósmyndari DV var á staðnum.

Halla hefur unnið mikið á í skoðanakönnunum eftir því sem liðið hefur á kosningabaráttuna og í síðustu könnunum hefur hún ýmist leitt, verið með sama fylgi og Katrín Jakobsdóttir í efsta sæti, eða fylgt fast á hæla Katrínar í öðru sæti.

Þau sem talað hafa fyrir mikilvægi þess að kjósa taktískt til að tryggja að Katrín verði ekki forseti hafa bent á að best sé þá að kjósa Höllu. Stjórnmálaskýrendur hafa einnig bent á að standi vilji fólk til þess að kjósa taktískt til að hindra kjör Katrínar blasi við að kjósa Höllu þar sem hún hefur slitið sig eilítið frá öðrum frambjóðendum en Katrínu í könnunum.

Eins og þegar Halla bauð sig fram í forsetakosningunum 2016 hefur hún unnið mikið á eftir því sem liðið hefur á baráttuna en hvort það dugar í þetta sinn til að enda á Bessastöðum á hins vegar eftir að koma í ljós.

Nokkrar myndir af Höllu ásamt Birni Skúlasyni eigimanni hennar og börnum þeirra, á kjörstað í Ráðhúsinu, má sjá hér fyrir neðan:

Mynd: Valli
Mynd: Valli
Mynd: Valli
Mynd: Valli
Mynd: Valli
Mynd: Valli
Mynd: Valli
Mynd: Valli
Mynd: Valli
Mynd: Valli
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Íslendingur fannst látinn á Spáni

Íslendingur fannst látinn á Spáni
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi segir verið að hafa almenning að fíflum

Guðmundur Ingi segir verið að hafa almenning að fíflum