fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Fékk ekki að kjósa í sínu sveitarfélagi – „Langt út fyrir það sem við ráðum við“

Jakob Snævar Ólafsson
Laugardaginn 1. júní 2024 17:37

Félagsheimilið á Breiðamýri. Mynd: Vefur Þingeyjarsveitar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður nokkur sem hafði samband við DV segir að hann hafi mætt á kjörstað fyrr í dag í félagsheimilinu á Breiðamýri í Þingeyjarsveit en lögheimili hans tilheyrir þeim kjörstað. Þar hafi honum verið tjáð að hann væri ekki á kjörskrá í sveitarfélaginu og gæti því ekki kosið þar. Maðurinn flutti lögheimili sitt frá Reykjavík til Norðausturkjördæmis í síðastliðnum mánuði en segist ekki hafa haft neina vitneskju um það að kjósendur séu á kjörskrá þar sem þeir áttu lögheimili 24. apríl síðastliðinn. Maðurinn hafði því ekki hugmynd um fyrr en í dag á kjördegi að hann væri á kjörskrá í Reykjavík.

Maðurinn segir að kjörstjórn á Breiðamýri hafi verið öll af vilja gerð til að koma til móts við hann. Kjörstjórn hafi hins vegar kannað málið hjá yfirkjörstjórn og niðurstaðan hafi verið sú að ekki væru aðrir möguleikar í stöðunni fyrir manninn en að fara til sýslumanns á Akureyri, kjósa utankjörfundar og koma atkvæðinu sjálfur til Reykjavíkur.

Maðurinn sem stundar háskólanám í Reykjavík var með lögheimili þar í vetur en flutti það norður í land í liðnum mánuði en maðurinn er uppalinn á Norðurlandi og hyggst dvelja á æskuslóðunum í sumar og vinna áður en hann heldur aftur til náms í Reykjavík í haust. Hann segist engin tök hafa á því að fara til Akureyrar í dag og kjósa utankjörfundar og koma atkvæðinu síðan til Reykjavíkur, með tilheyrandi kostnaði, þar sem hann hafi þurft að mæta til vinnu.

Of seint

Fréttamaður DV hafði samband við Gest Jónsson formann yfirkjörstjórnar Norðausturkjördæmis sem þekkir til málsins.

Hann segir að maðurinn hefði getað kært sig inn á kjörskránna í kjördæminu en að gera það á kjördegi sé einfaldlega of seint. Lög kveði á um að ekki sé hægt að leyfa fólki að kjósa í kjördæmi þar sem það sé ekki á kjörskrá. Hefði maðurinn haft annað lögheimili í Norðausturkjördæmi hefði verið mögulegt að flytja hann á milli kjördeilda en þar sem maðurinn hafi verið með lögheimili í Reykjavík fyrir 24. apríl sé slíkur flutningur ekki mögulegur.

Gestur minnir á maðurinn sé ekki sá eini sem lendi í því að geta ekki greitt atkvæði í forsetakosningunum í dag og vísar þar til þeirra sem þurftu að leggjast inn á sjúkrahús eftir að utankjörfundaratkvæðagreiðslu á þeim var lokið, en lögðust inn fyrir kjördag.

Eins og áður segir var maðurinn ekki meðvitaður um að hann væri æá kjörskrá þar sem hann var með lögheimili 24. apríl. Gestur minnir á að auglýst hafi verið að fólk gæti kannað hvar það væri á kjörskrá á Ísland.is en það virðist hafa farið framhjá manninum. Gestur segir að hefði maðurinn kannað það hefði verið hægt að leysa úr málum hans tímanlega.

Aðspurður hvort það sé engin úrræði sem grípi fólk við slíkar aðstæður þar sem um augljósa vanþekkingu á reglunum er að ræða segir Gestur að það sé á ábyrgð kjósenda að fylgjast með því að þeir séu á kjörskrá á réttum stað, meðal annars þegar um flutninga er að ræða.

Hann segir kjörstjórn ekki hafa neitt fjármagn og engin úrræði til að aðstoða kjósendur í svona tilvikum til að mynda með því að koma utankjörfundaratkvæði til skila fyrir þá, þótt hún sé öll af vilja gerð:

Miður sín

Það er ljóst að maðurinn er ósáttur við að geta ekki neytt atkvæðisréttar síns. Hann fullyrðir að kjörstjórn á Breiðamýri hafi tjáð honum að hún hefði ekki verið meðvituð, fyrr en eftir að haft var samband við yfirkjörstjórn í dag, að eina leiðin fyrir hann til að komast á kjörskránna í Norðausturkjördæmi hefði verið að kæra sig inn á hana. Honum finnst of strangt hafa verið tekið á sínum málum:

„Ég er miður mín yfir þessu. Mér finnst þetta óréttlátt og mér líður eins og atkvæði mitt hafi verið tekið af mér, einungis af því ég vissi ekki af einhverjum nákvæmum reglum um hvernig kerfið virkar.“

Maðurinn bætir síðan við að mögulega séu fleiri einstaklingar en hann í þessari stöðu. Það er að segja háskólanemar af landsbyggðinnni sem flutt hafa lögheimili sín frá Reykjavík aftur í heimahagana eftir að kjörskráin var gefin út 24. apríl. DV hefur hins vegar ekki á þessari stundu vitneskju um önnur slík tilfelli.

Maðurinn segir einnig að hafa megi í huga þegar sé rætt um að ungt fólk eins og hann sé ekki nógu duglegt að mæta á kjörstað að láta ekki strangar reglur hamla því að þessi hópur kjósenda kjósi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“