Í kosningasjónvarpi RÚV fyrir örstuttu var greint frá niðurstöðum kosninga sem fóru fram á vegum Krakka-Rúv og Umboðsmanns Barna. Skemmst er frá því að segja að þar var röð frambjóðenda nokkuð öðruvísi en stefnir í hjá fullorðnum kjósendum, sé miðað við kannanir.
Jón Gnarr sigraði með 26, 5 prósent atkvæða en fylgi annarra frambjóðanda var eftirfarandi:
Halla Hrund Logadóttir 13,9 prósent
Arnar Þór Jónsson 13,8 prósent
Katrín Jakobsdóttir 11,8 prósent
Baldur Þórhallsson 9,0 prósent
Viktor Traustason 6,2 prósent
Halla Tómasdóttir 5,0 prósent
Ásdís Rán Gunnarsdóttir 4,4 prósent
Ástþór Magnússon 2,6 prósent
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir 1,6 prósent
Helga Þórisdóttir 1,5 prósent
Eiríkur Ingi Jóhannsson 0,6 prósent