fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Fréttir

Eiginkona Arnars Þórs finnur sig knúna til afskipta – „Skulum ekki hjóla í manninn heldur málefnið“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 31. maí 2024 18:30

Arnar Þór og Hrafnhildur Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrr í dag skrifaði Hrafnhildur Sigurðardóttir, eiginkona Arnars Þórs Jónssonar forsetaframbjóðandi færslu í Facebook-hópinn Mæðratips. Þar sagðist hún finna sig knúna til að gagnrýna ómálefnaleg skrif um Arnar Þór í hópnum og hversu orðljótar samræður væru í hópnum. 

„Það er sjálfsagt að gagnrýna og koma með athugasemdir en við skulum ekki hjóla í manninn heldur málefnið, kynna okkur vel hvað er satt og rétt, hvað hefur verið sagt og hvað afbakað. Ég vona að okkur öllum beri gæfa til að velja okkur forseta sem þjóðin sammælist um að sé hæfastur í starfið, höldum friðinn og vöxum sem þjóð,“ skrifaði Hrafnhildur. 

Segist hún þekkja Arnar Þór best enda hafi þau deilt ævinni saman síðan 1990 eða í 34 ár. Hjónin eiga saman fimm börn á aldrinum tólf til 27 ára. 

Færslan sem Hrafnhildur hefur síðan fjarlægt hljóðaði í heild sinni svo:

„Kæru konur. Ég er knúin til að skrifa hér inn nokkrar línur eftir að hafa lesið fjölmargar færslur þar sem margar ykkar talið bæði illa og ómálefnalega um manninn minn Arnar Þór Jónsson. Ég þekki manninn best allra enda höfum við deilt ævinni saman síðan 1990. Þau orð sem hafa fallið hér um hann eiga ekki við rök að styðjast og furða ég mig á hve orðljótar samræður hér eru. Við sem samfélag þurfum að vanda okkur betur í því hvernig við skrifum um aðra og við aðra, einnig hvað við segjum um og við aðra. Ég á mér þá ósk að við Íslendingar getum borið gæfu til að bera meiri virðingu fyrir öllum sem hér búa. Vöndum okkur í samskiptum og eigum uppbyggilegar samræður um menn og málefni. Það er sjálfsagt að gagnrýna og koma með athugasemdir en við skulum ekki hjóla í manninn heldur málefnið, kynna okkur vel hvað er satt og rétt, hvað hefur verið sagt og hvað afbakað. Ég vona að okkur öllum beri gæfa til að velja okkur forseta sem þjóðin sammælist um að sé hæfastur í starfið, höldum friðinn og vöxum sem þjóð.“

Ummæli Arnars Þórs um þungunarrof í fyrri forsetakappræðum Stöðvar 2 þann 16. maí síðastliðinn vöktu mikla athygli og sköpuðust umræður í hópnum sem telur tæpa 30 þúsund meðlimi.

Afstöðu Arnars Þórs og annarra forsetaefna í þættinum má sjá hér.

Óhætt er að segja að færsla Hrafnhildar hafi fallið misvel í kramið hjá meðlimum hópsins, en minnst 40 athugasemdir voru skrifaðar við færsluna og um 200 létu sér líka við hana.

Í nokkrum athugasemdum var bent á að Arnar Þór væri í forsetaframboði og þyrfti því að þola opinbera umræðu um sig:

„Þetta er maður í framboði til forseta Íslands, auðvitað verða umræður, ég myndi halda að innan þessum lokaða hóp mættu mæður tala um hans skoðanir,“ skrifar ein kona og önnur botnar skrif hennar með: „Og varla fólk sem á eitthvað í embætti að gera, að mínu mati, ef það getur ekki bara skrollað áfram og vitað betur. Sæi það fyrir mér ef makar allra embættismanna færu að skrifa pistla og pósta hingað og þangað um ágæti maka síns.“

„Maðurinn ákvað að fara í framboð til forseta Íslands og því fylgir umræða, jákvæð og neikvæð.Arnar hefur íhaldssamar skoðanir og gagnrýnir málefni sem er mörgum mikið hjartans mál, eins og til dæmis rétt kvenna yfir eigin líkama og þungunarrof. Það eitt og sér var nóg fyrir mig að gjörsamlega afskrá þennan einstakling sem forseta, því ég styð ekki fólk sem styður ekki basic mannréttindi. Ég gæti haldið áfram, en ég ætla að stoppa hér. Einnig finnst mér honum ekki til happs að þú mætir hingað inn að gagnrýna það að við séum að gagnrýna og ræða hans skoðanir og íhaldssemi. Ég hefði betur sleppt því….“

„Maðurinn þinn fór í forsetaframboð, þar er við öllu að búast.  Hjartanlega sammála að það græði enginn á því að tala illa og niðrandi um náungann. En að maki forsetaframbjóðanda fari inn á hóp eins og mæðra tips að kvarta undan umræðum um manninn sinn… ég hefði snarlega hætt við að kjósa hann, fæ kjánahroll af þessum afskiptum.“

Á meðan margar konur láta sér nægja að setja hjarta í athugasemdir við færsluna spryja aðrar Hrafnhildi hvort hún vilji láta færsluna standa:

„Ertu viss um að þú viljir halda þessari færslu hér inni? Ég held personulega það sé ekki sniðugt að setja inn svona færslu með hann í forsetaframboði. Ekkert með eða á móti þvi sem þú eða hann segir en það er smá svona “asnalegt” að konan hans setji inn kvörtunarfærslu á mæðra tips í forsetaframboði að mínu mati amk.“

„Og ég sem hélt að manninum þínum væri svo annt um tjáningarfrelsið, svona miðað við að það var ástæðan þess að hann sagði sig úr Dómarafélagi Íslands um árið.“

„Það að möguleg forsetafrú sendi inn póst á mæðratips var ekki á 2024 bingókortinu.“

„Það er eins gott að þessi maður verði ekki forseti ég hef ekki áhuga a að hafa mann sem forseta ef maki hans ætla að setja út a allt sem aðrir segja um makann!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lögmenn gagnrýna að „fyrirtæki úti í bæ“ rannsaki umferðarslys

Lögmenn gagnrýna að „fyrirtæki úti í bæ“ rannsaki umferðarslys
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“
Fréttir
Í gær

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“
Fréttir
Í gær

Mogginn skýtur föstum skotum á Ingu Sæland: „Svik eru ekki svik, heldur eitthvað allt annað“

Mogginn skýtur föstum skotum á Ingu Sæland: „Svik eru ekki svik, heldur eitthvað allt annað“