Kappræður forsetaframbjóðanda hófust á RÚV kl. 19.40 í kvöld. Umræðunum í kvöld er skipt í tvo hluta.
Í fyrri hlutanum mætast sex efstu frambjóðendurnir miðað við könnun Gallup í dag og í síðari hlutanum mætast hinir sex sem mælast með undir 5% fylgi. Í seinni hlutanum mættu því Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Ástþór Magnússon, Eiríkur Ingi Jóhannsson, Helga Þórisdóttir, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Viktor Traustason.
Athæfi tveggja þeirra, Eiríks Inga og Viktors, vekur athygli netverja. Sjást þeir heilsa hver öðrum og rétta miða sín á milli.
Ég heimta fleiri skipti á spjöldum milli Eiríks og Viktors. #forseti24
— KonniWaage (@konninn) May 31, 2024
Hvað eru mínir menn að makka? #forseti24 pic.twitter.com/tAmepGmTLy
— Brag Pitt (@BragiGunnlaugss) May 31, 2024
Viktor Traustason hóf bréfaskriftir og ganga sendingar milli hans og Eiríks Inga Jóhannssonar. Hvað ætli þeir séu að skrifa? #forseti24 #x24 pic.twitter.com/zv5Nw2wfrG
— Fréttastofa RÚV (@RUVfrettir) May 31, 2024
Er enginn sem er forvitinn um hvað þeir Viktor og Eiríkur eru að skrifa á miðana sem þeir rétta stöðugt á milli sín? #forseti24
— Ég er enginn (@enginnher) May 31, 2024
#forseti24 pic.twitter.com/7wysX9YBkB
— Tjörvi Jónsson (@tjorvijons) May 31, 2024