fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Aðgerðir lögreglu í morgun vekja hörð viðbrögð – „Þetta er hrikalegt á að horfa“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 31. maí 2024 14:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það sauð upp úr á mótmælum samtakanna Ísland-Palestína í Skuggasundi eftir fund ríkisstjórnarinnar í morgun og beitti lögregla meðal annars piparúða gegn fólki.

Lögreglumaður slasaðist þegar ráðherrabíl var ekið á hann og þá leitaði nokkur fjöldi fólks á bráðamóttöku eftir að hafa fengið piparúða yfir sig.

Sjá einnig: Sauð upp úr á mótmælunum í morgun – Ráðherrabíl ekið á lögreglumann og 10 mótmælendur sagðir illa haldnir

Margir telja að lögregla hafi gengið harðar fram en efni stóðu til og sagði til dæmis Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir í samtali við Vísi að lögreglumenn hefðu ekki varað fólk við því að hún ætlaði að beita piparúða. Myndbönd af atburðarásinni sýna lögreglumenn sprauta piparúða á fólk og þá var einni konu hrint í götuna.

Aðgerðir lögreglu hafa vakið talsverðar umræður á samfélagsmiðlum.

„Þetta er hrikalegt á að horfa,“ segir Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, og deilir frétt Vísis af mótmælunum.

Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri Samstöðvarinnar, segir í Facebook-hópi Sósíalista. „Það hafa helst verið konur sem hafa staðið í þessum mótmælum, mæður sem blöskrar stuðningur íslenskra stjórnvalda við barnamorð. Löggan svarar mótmælum með piparúða og ráðherrarnir keyra svo á lögguna. Þetta er ljóta steypan.“

Illugi Jökulsson, rithöfundur og samfélagsrýnir, var ómyrkur í máli. „Lögreglan vinnur skítverk ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar, VG og Framsóknar. Af hverju í veröldinni er þessi maður forsætisráðherra í landinu okkar?“

Þór Saari, fyrrverandi þingmaður, segir að af myndum að dæma sé um hreint og klárt lögregluofbeldi að ræða.

„Það að lögreglumenn skuli ganga svona harkalega fram gegn fólki sem mótmælir með því að tefja för bíla er algjörlega forkastanlegt og tilhugsunin er hryllileg þegar maður hugsar til þess að svona gæjar verði með rafbyssur sem stórslasa fólk. Þetta er líka hluti af stjórnmálaarfleifð Katrínar Jakobsdóttur sem nú vill láta kjósa sig sem forseta Íslands, en vopnaskak lögreglu og rafbyssur órjúfanlegur hluti af stjórnartíð hennar. Nei takk!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Hafberg í Lambhaga lætur samkeppnisaðila sinn heyra það

Hafberg í Lambhaga lætur samkeppnisaðila sinn heyra það
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“
Fréttir
Í gær

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá