fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Svona brást Trump við sakfellingunni á þessum sögulega degi – „Ég er mjög saklaus maður“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 30. maí 2024 22:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum forseti Bandaríkjanna Donald Trump var í dag sakfelldur í öllum ákæruliðum í sakamáli sem var höfðað gegn honum út af svonefndum þöggunargreiðslum.

Hann var fundinn sekur um að hafa falsað gögn til að leyna greiðslum til fyrrum klámstjörnunnar Stormy Daniels sem hann hafði átt í nánu samneyti við. Hann er fyrsti fráfarandi forseta Bandaríkjanna sem er sakfelldur fyrir glæp.

Viðbrögð Trump

Sakfellingin mun ekki hafa áhrif á möguleika Trump til að ná aftur embætti að sögn BBC. Fá skilyrði er að finna fyrir kjörgengi til embættisins. Frambjóðendur þurfa að vera 35 ára gamlir, bandarískir ríkisborgarar og þurfa að hafa veri búsettir í minnst 14 ár í Bandaríkjunum fyrir kjördag. Engar reglur útiloka fólki á sakaskrá að bjóða sig fram. Tæknilega séð mættu fangar í rauninni bjóða sig fram ef út í það er farið.

Trump yfirgaf dómsalinn í fússi eftir að kviðdómur las upp dóm sinn. Hann er með lögreglufylgd en mun þó vera fastur í umferðarteppu. Að sögn CNN starði Trump fram fyrir sig á meðan dómurinn var lesinn upp. Lögmaður hans krafðist svo að dómari myndi sýkna Trump þrátt fyrir niðurstöðu kviðdóms. Dómarinnneitaði því. Þá gretti Trump sig, tók í hönd sonar síns, Eric Trump, og byrjaði svo strax að ganga út úr dómsal, rauður í framan. Bæði Trump og sonur hans hafi verið í uppnámi.

Þetta er engan veginn búið

Trump tjáði sig fyrir utan dómsalinn þar sem hann sagði að niðurstaða málsins hafi verið ákveðin fyrir fram af andstæðingum hans og að skömm væri að þessu.

„Við gerðum ekkert rangt. Ég er mjög saklaus maður.“

Trump kennir sitjandi forseta, Joe Biden, um niðurstöðuna. Það sé verið að reyna að snúa öllu landinu gegn honum.

„Þetta kemur frá Biden stjórninni til að skaða eða meiða andstæðing, pólitískan andstæðing,“ sagði Trump við fjölmiðla.

„Við munum halda áfram að berjast, við berjumst allt til enda og við munum sigra því landið okkar er farið til fjandans,“ sagði Trump og sagði að Bandaríkin séu svo sundruð að varla sé hægt að tala um heildstæða þjóð lengur.

„Við munum berjast fyrir stjórnarskránni. Þetta er engan veginn búið.“

Fastlega er reiknað með því að Trump muni áfrýja niðurstöðunni, sama hversu þunga refsingu hann kemur til með að fá. Það er svo í Bandaríkjunum að gjarnan er kveðinn upp dómur um sekt eða sýknu og að því loknu ákveður dómari refsingu í nýju þinghaldi.

Sakfelling Trump virðist þó ekki ætla að draga úr stuðningi við hann. Talið er líklegt að nú muni stuðningsmenn líta á Trump sem píslarvott en Eric skrifaði á Twitter fljótlega eftir að þeir gengu úr dómsal að þetta hafi verið dagurinn sem muni tryggja Trump kjör. Það muni sýna sig og sanna í nóvember þegar gengið verður til kosninga að 30. maí hafi verið hinn raunverulegi kjördagur.

Trump sagði enda sjálfur áður enn hann yfirgaf dómshúsið að raunverulegi dómurinn verði kveðinn upp af fólkinu í landinu þann 5. nóvember.

Nauðsynlegt að kjósa

Samskiptastjóri framboðs Joe Biden hefur gefið út yfirlýsingu fyrir framboðið þar sem segir að enginn sé yfir lögin hafinn. Þetta hafi dómstóllinn í New York sannað í dag.

„Donald Trump hefur ranglega haldið því að hann muni aldrei þurfa að horfast í augu við afleiðingar þess að brjóta lög til persónulegs framdráttar“

Fólk er hvatt til að kjósa. Bandaríkjamenn horfist nú í augu við það að dæmdur maður geti sest í æðsta embætti þjóðarinnar. Það sé undir kjósendum komið að koma í veg fyrir það. Alveg sama hvort Trump sé glæpamaður eða ekki þá verði hann forsetaefni Repúblíkana flokksins.

Fréttin verður uppfærð

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hrafnhildur dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir fjárdrátt

Hrafnhildur dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir fjárdrátt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Baldvin rak 99 starfsmenn sem skrópuðu á morgunfund – „Snáfið út úr fyrirtækinu mínu undir eins“

Baldvin rak 99 starfsmenn sem skrópuðu á morgunfund – „Snáfið út úr fyrirtækinu mínu undir eins“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin