fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Fréttir

Minni hætta á hraunrennsli inn í Grindavík en dýr sögð í mikilli hættu

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 29. maí 2024 20:35

Mynd/Live from Iceland

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magnús Tumi Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði greindi frá því í fréttum RÚV  fyrr í kvöld að virkni í eldgosinu sem hófst í dag hefði færst í norðurátt og því væri minni hætta á því að hraun rynni inn í Grindavík. Dýraverndarsamband Íslands segir hins vegar að bjargarlaus dýr séu innan girðingar í nágrenni Grindavíkur og séu í mikilli hættu.

Magnús Tumi segir að mikill hraunstraumur hafi um tíma verið til suðurs sem renni meðfram varnargörðunum og vestan við Grindavíkurbæ. Nú hafi virknin í gosinu þó aðeins færst norðar og hægt hafi á hraunstraumnum á þessum stað. Þó ekki sé hægt að fullyrða það sé ólíklegt að hraun renni inn í bæinn ef gosið hagi sér með svipuðum hætti og fyrri gos.

Magnús Tumi minnir þó á þær skemmdir sem orðið hafa á innviðum en hraun hefur farið yfir bæði Grindavíkurveg og Nesveg svo að nú er Suðurstrandarvegur eina færa landleiðin inn og út úr Grindavík. Skemmdir hafa einnig orðið á stæðum við loftlínu sem flytur rafmagn til Grindavíkur svo að nú er engin rafmagnstenging við bæinn, samkvæmt Facebook síðu HS Veitna en skömmu áður hafði rafmagnið þó verið tekið af bænum í varúðarskyni.

Dýr enn í hættu

Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að samtökin hafi fengið staðfest að nú séu kindur og lömb innan girðingar bæði austan og vestan við Grindavík. Eins og áður hafi komið fram forgangsraði Almannavarnir skepnum út frá verðmætum – og samkvæmt því sé þau ekki metin sem skyni gæddar verur.

Í tilkynningunni segir:

„Féð er innilokað og bjargarlaust, í sjálfheldu í Grindavík. Þeim er mikil hætta búin sökum gasmengunar og hraunflæðis (komi til þess inn í Grindavík). Einnig er það alvarlegt að féð sé á svæðinu bjargarlaust ef eina opna leiðin að Grindavík, Suðurstrandarvegur, lokast.

Dýr eru skyni gæddar verur með tilfinningar og sál, þau eru ekki hlutir og því er það ákall DÍS að þessum dýrum verði komið til bjargar. Bent skal á að skv. lögum um velferð dýra er hverjum þeim er vart verður við dýr í neyð skylt að koma þeim til bjargar.“

Dýraverndarsamband Íslands óskar að lokum eftir því að brugðist verði tafarlaust við í málinu og dýrunum forðað frá þjáningu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar
Fréttir
Í gær

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vekur athygli á að glæraísing geti myndast á höfuðborgarsvæðinu síðdegis

Vekur athygli á að glæraísing geti myndast á höfuðborgarsvæðinu síðdegis