fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Viðtal við Steinunni Ólínu vekur athygli – „Hún átti stórleik í kvöld“

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 28. maí 2024 11:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir forsetaframbjóðandi var gestur Jóhönnu Vigdísar Hjaltadóttur í þættinum Forystusætið sem sýndur var á RÚV í gærkvöldi. Í þáttunum er rætt við frambjóðendur til embættis forseta Íslands og var Steinunn Ólína í þætti gærkvöldsins.

Forsetakosningarnar eru á allra vörum þessa dagana og ef marka má umræður á samfélagsmiðlum sátu margir fyrir framan sjónvarpið og horfðu á viðtalið við Steinunni Ólínu. Hafa margir hrósað frambjóðandanum fyrir skýr og góð svör í þættinum.

„Lét ekkert vaða yfir sig“

„Steinunn Ólína var aldeilis að rokka í sjónvarpinu í kvöld. Hef bara sjaldan, ef nokkru sinni, orðið vitni að skeleggari málflutningi fyrir hönd íslenskra hagsmuna. Englasöngur í mínum eyrum,“ sagði Ólína Þorvarðardóttir, fyrrverandi þingkona og forseti félagsvísindadeildar Háskólans á Bifröst, á Facebook.

Margir tóku undir með henni. „Þetta var hressilegri yfirferð en ég hef heyrt frá nokkrum öðrum frambjóðenda, eða stjórnmálamanni yfir höfuð,“ sagði Þór Saari sem sat á þingi á árunum 2009 til 2013. „Virkilega góð og málefnaleg og lét ekkert vaða yfir sig,“ sagði annar og enn annar bætti við: „Hún átti stórleik í kvöld – kom sínum baráttumálum vel til skila.“

Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, var einnig ánægð með Steinunni Ólínu. „Mikið var hún Steinunn Ólína mögnuð í kvöld. Það er eitthvað svo satt og gott við hana,“ sagði hún og tóku margir í svipaðan streng í athugasemdum undir.

„Ég varð orðlaus af hrifningu. Talar hreint út um málin. Ekkert kjaftæði,“ sagði einn á meðan annar bætti við: „Feiknalega flott frammistaða.“

Ein öflugasta frammistaðan

Einar Steingrímsson stærðfræðingur hreifst líka af Steinunni Ólínu og þá sérstaklega því sem hún sagði þegar hún var spurð hvað drífur hana áfram. „Sú staðreynd að nú eru uppi áform um að selja frá okkur auðlindir og váleg tíðindi í orku- og auðlindamálum,“ svaraði Steinunn.

Viktor Orri Valgarðsson stjórnmálafræðingur hrósaði Steinunni Ólínu einnig fyrir frammistöðuna.

„Sjitt hvað Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir var flott í Forystusætinu á Rúv í kvöld. Óháð því hvað fólki finnst um hana og hennar framboð/málefni þá var þetta einhver öflugasta frammistaða sem ég hef lengi séð í svona pólitískum viðtalsþætti.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fjárfestar hafa sölsað undir sig tæplega 90% seldra íbúða á árinu – „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt“

Fjárfestar hafa sölsað undir sig tæplega 90% seldra íbúða á árinu – „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Pawel sakar stjórnvöld um aumingjaskap – „Hvernig væri að kalla stjórnendur þessa miðils í skýrslutöku“

Pawel sakar stjórnvöld um aumingjaskap – „Hvernig væri að kalla stjórnendur þessa miðils í skýrslutöku“
Fréttir
Í gær

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater
Fréttir
Í gær

Dómur kveðinn upp yfir Kourani – Hefur brotið af sér og ofsótt fólk árum saman

Dómur kveðinn upp yfir Kourani – Hefur brotið af sér og ofsótt fólk árum saman
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Drama í ófullgerðu fjöleignarhúsi – Ósátt við nýju veggina og neituðu að færa bílana

Drama í ófullgerðu fjöleignarhúsi – Ósátt við nýju veggina og neituðu að færa bílana