fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Harmleikurinn í Bolungarvík: Bæjarstjórinn býr skammt frá húsinu – „Okkur er mjög brugðið“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 28. maí 2024 10:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Okkur er mjög brugðið við þessa fréttir. Umrætt hús er ekki nema um hundrað metrum frá húsinu mínu. Ég sé þetta hús út um gluggann,“ segir Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri Bolungarvíkurkaupstaðar, í viðtali við DV, um mannslát í bænum sem núna er til rannsóknar hjá lögreglu. Þessi staðreynd segir mikið um smæð samfélagsins og nálægð íbúa hvert við annað.

Tvær manneskjur á sjötugsaldri létust í íbúðarhúsi í bænum í gær og flutti þyrla Landhelgisgæslunnar mannskap úr tæknideild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á vettvang í gærkvöld til að aðstoða við rannsókn málsins. Lögregla rannsakar andlát tveggja einsktalinga í umræddu húsi en um er að ræða sambýlisfólk á sjötugsaldri. Ekkert bendir til að saknæmur atburður hafi átt sér stað. Tilkynning lögreglu um málið er eftirfarandi:

„Óskað var eftir aðstoð tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu auk réttarmeinafræðings til að taka þátt í vettvangsrannsókn lögreglu. Rannsókn á vettvangi lauk í nótt. Réttarmeinafræðileg rannsókn á líkunum mun fara fram í kjölfarið. Eins og staðan er bendir ekkert til þess að saknæmur atburður hafi átt sér stað. Rannsókn málsins heldur áfram, en ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að sinni.“

Harmleikur en engin hætta á ferðum

„Bolungarvík er friðsælt og samheldið samfélag og hefur verið það í þúsund ár. Hugur bæjarbúa er hjá þeim sem eiga um sárt að binda. Við fylgjumst vel með framvindu málsins og setjum okkar traust á að lögreglan muni skýra frá málsatvikum og hvernig málið er statt. Við munum sem sveitarfélag og samfélag vera til staðar fyrir hvert annað og fyrir þau sem eiga um sárt að binda,“ segir Jón Páll ennfremur.

Hann vill taka fram að engin hætta stafi af atburðinum og íbúar séu öruggir: „Bolungarvík er eftir sem áður öruggur staður. „Það er engin hætta á ferðum. Þetta er harmleikur en það er enginn hræddur í Bolungarvík vegna þessa máls.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti
Fréttir
Í gær

Stór sending frá Spáni – Földu kókaín í skóm og nærbuxum

Stór sending frá Spáni – Földu kókaín í skóm og nærbuxum
Fréttir
Í gær

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello
Fréttir
Í gær

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“
Fréttir
Í gær

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“