fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Brynjar segir ofát hér á landi miklu stærra vandamál en áfengisdrykkja

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 28. maí 2024 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi þingmaður, segir það af og frá að það verði eitthvert mesta lýðheilsuslys allra tíma að afnema einkarétt ÁTVR á smásölu áfengis.

Brynjar skrifar færslu á Facebook og vísar í ummæli Árna Guðmundssonar forvarnarsérfræðings sem sagði í fréttum Stöðvar 2 í síðustu viku að fyrirhuguð sala Hagkaups á áfengi væri stærsta lýðheilsuslys Íslandssögunnar. Ef fer sem horfir munu viðskiptavinir Hagkaupa geta pantað áfengi og sótt í Skeifuna.

Í færslu sinni gefur Brynjar lítið fyrir þessi ummæli Árna.

„Veit ekki hvort forvarnarfulltrúinn hafi áttað sig á því að það er alger undantekning í vestrænum ríkjum og víðar að ríkið hafi einkarétt á smásölu áfengis. Skrítið að aðrar þjóðir hafi ekki áttað þig á þessari snilld í lýðheilsufræðum að ríkisvæða smásölu áfengis. Aðrar þjóðir vita eins og er að áfengi er matvara en hefur þann eiginleika, eins og t.d. sætindi, að ofneysla er hættuleg heilsu okkar,“ segir Brynjar.

Árni var ómyrkur í máli í viðtalinu við Stöð 2 og gagnrýndi forsvarsmenn Hagkaupa harðlega.

Netverslun með áfengi: Hagkaup opnar áfengisverslun í Skeifunni

„Þetta er ekki bílskúr úti á Granda sem er að selja áfengi út um bílskúrshurðina. Þetta er stórfyrirtæki, stórmarkaður og hann verður að hafa sómakennd og siðferðisstandard sem felst í því að menn fari eftir lögum. Þetta er algjörlega fyrir neðan allar hellur,“ segir Árni Guðmundsson, forvarnarsérfræðingur.

Brynjar segir að það sé einfaldur sannleikur að ofneysla og misnotkun á áfengi séu beintengd geðheilbrigði hverrar þjóðar.

„Þess vegna stöndum við, og t.d. Finnar, höllum fæti þegar kemur að áfengisneyslu og það hefur ekkert með fyrirkomulag á smásölu áfengis að gera. Það er nefnilega þannig að vín gleður mannsins hjarta og þegar mönnum líður stöðugt illa er hætt við því að þeir fái sér oftar neðan í því en æskilegt er. Aðrir halla sér sætindum, snakki og óhollu fæði í glímu sinni við vanlíðan og lenda í vítahring ofáts og ofþyngdar,“ segir Brynjar og bætir við að kannski þyki Árna rétt að ríkið hafi einkarétt á smásölu á öllum mat nema hollustufæðu.

„Ofát er nefnilega miklu meira lýðheilsuvandamál en áfengisdrykkja nú um stundir og má því ætla að menn sæki oftar í sætindi og óhollan mat í vanlíðan sinni en áfengi.“

Brynjar segir að þeim sem líður illa – og aðrir – hafi takmarkalausan aðgang að áfengi þótt einkaréttur ríkisins á smásölu sé fyrir hendi. Það sé því sjálfsblekking að halda því fram að afnám einkaréttar ríkisins á sölu áfengis muni breyta lýðheilsu þjóðarinnar til hins verra.

„Þýðir ekki að bjóða mér endalaust upp á “rannsóknir sýni” hitt og þetta. Snýst allt um geðheilbrigði og við eigum að velta fyrir okkur hvers vegna við erum svona illa stödd í þeim efnum verandi einhver drykkfelldasta og feitasta þjóð veraldar en trúum á sama tíma að við séum einna hamingjusamasta þjóðin.“

Guðmundur Ingi segir netverslun með áfengi ólöglega og skaðlega

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“