fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Guðmundur Ingi segir netverslun með áfengi ólöglega og skaðlega

Ritstjórn DV
Föstudaginn 24. maí 2024 11:30

Guðmundur Ingi Guðbrandsson. Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra og formaður Vinstri grænna ritar í dag grein á Vísi. Þar gerir hann miklar athugasemdir við starfsemi netverslana hér á landi sem selja áfengi. Hann segir starfsemina ólöglega og að þessi aukni aðgangur að áfengi sé skaðlegur fyrir lýðheilsu.

Guðmundur bendir á í greininni á að ekki hafi verið tekin nein pólitísk ákvörðun um þær breytingar á smásölu með áfengi sem tilkoma þessara netverslana felur í sér og ekki hafi heldur farið fram nein umræða um þetta í íslensku samfélagi. Starfsemi þeirra brjóti í bága við áfengislög og gangi gegn lýðheilsustefnu stjórnvalda.

Deilt hefur verið um starfsemi netverslananna í nokkurn tíma. Margir hafa fagnað tilkomu þeirra og beint áfengiskaupum sínum þangað í auknum mæli. Ýmis forvarnarsamtök hafa hins vegar beitt sér fyrir því að þessi starfsemi verði stöðvuð á grundvelli þess að um lögbrot sé að ræða. Stjórnendur ÁTVR hafa einnig borið sig illa og sagt netverslanirnar hafa haft veruleg áhrif á rekstur ríkisfyrirtækisins til hins verra.

Í áfengislögum stendur skýrum stöfum að ÁTVR hafi einkaleyfi á smásölu með áfengi en í lögunum stendur hins vegar ekkert um að innflutningur á áfengi til einkaneyslu sé óheimill og er iðulega vísað til þessa þegar rökstutt er að ekki sé hægt að banna starfsemi umræddra netverslana.

Áfengislög eru á verkefnasviði dómsmálaráðherra en undanfarin ár hefur Sjálfstæðisflokkurinn haft það embætti á sinni könnu og víðtækur vilji hefur löngum verið í þeim flokki til þess að draga úr hömlum á smásölu með áfengi. Netverslanirnar hafa því fengið að starfa óáreittar.

Ekki samstaða í ríkisstjórninni

Eins og allir vita situr flokkur Guðmundar í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og er þetta mál enn eitt dæmið um að flokkarnir séu ekki sammála en þar sem þessi málaflokkur heyrir ekki undir hans ráðuneyti getur hann í raun lítið annað gert en að láta skoðun sína í ljós. Hann segist hafa kynnst því vel hversu skaðleg óhófleg áfengisneysla er:

„Í störfum mínum sem félags- og vinnumarkaðsráðherra hef ég ekki farið varhluta af því að sjá neikvæðar félagslegar afleiðingar óhóflegrar áfengisneyslu. Slíkt má t.d. sjá innan fjölskyldna þegar neysla eins hefur neikvæð áhrif á aðra og þá sérlega á konur og börn. Ofbeldi í nánum samböndum og vanræksla barna eru dæmi um slíkan skaða. Óhófleg neysla áfengis veldur einstaklingum, fjölskyldum og samfélögum skaða m.a. vegna heilsubrests og félagslegra vandamála.“

Guðmundur vísar til talna frá landlækni um að kostnaður heilbrigðiskerfisins árið 2021 vegna áfengisneyslu hafi verið að minnsta kosti 100 milljarðar króna. Að draga úr óhóflegri áfengisneyslu muni þar af leiðandi hafa jákvæð efnhagsleg áhrif:

„Með minni neyslu og minna aðgengi að áfengi mun auk þess félagslegum vandamálum fækka, slys verða fátíðari, fleiri verða vinnufær, fólki almennt líða betur og opinbert fjármagn sparast. Það eru nefnilega bara seljendurnir sem græða á auknu aðgengi að áfengi, ekki fólkið í landinu, ekki samfélagið.“

Minnist ekkert á hugsanlegar aðgerðir

Guðmundurs segir þá stefnu að takmarka aðgengi að áfengi með ÁTVR draga úr skaðlegum áhrifum áfengis og vill að henni sé haldið áfram:

„Við í Vinstri grænum teljum mikilvægt að víkja ekki frá gildandi áfengisstefnu og gildandi lögum.“

Hann segir það duga að halda úti ÁTVR og ekki eigi að leyfa netverslun með áfengi eða sölu á áfengi í matvöruverslunum:

„Við eigum að verja ungmenni og veita þeim frelsi frá ágengum markaðsöflum áfengisiðnaðarins. Velferð fólks á að ganga framar markaðsvæddri netsölu áfengis,“ skrifar Guðmundur en lætur þess ekki getið hvort hans flokkur hyggst beita sér á einhvern hátt fyrir því að girða fyrir starfsemi hinna umdeildu áfengisnetverslana.

Grein Guðmundar í heild sinni má finna hér.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater
Fréttir
Í gær

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi segir verið að hafa almenning að fíflum

Guðmundur Ingi segir verið að hafa almenning að fíflum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fleiri Loga töskur dúkka upp – „Hvað er í gangi?“

Fleiri Loga töskur dúkka upp – „Hvað er í gangi?“