fbpx
Laugardagur 31.ágúst 2024
Fréttir

Ómar vill að lögregla taki fastar á ökuþrjótum á rafskútum 

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 23. maí 2024 14:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ómar Ragnarsson, fjölmiðlamaður og þúsundþjalasmiður, segir að víða sé pottur brotinn þegar kemur að lagaumgjörðinni í kringum rafskútur hér á landi.

Ómar gerði frétt sem birtist í gærmorgun að umtalsefni á bloggsíðu sinni í gærkvöldi en þar var sagt frá ökumanni rafskútu sem var handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis.

Ómar hefur látið sig þessi mál varða á síðustu árum og kallað eftir endurbótum á reglugerð um rafskútur. Segir hann að þessi farartæki hafi valdið usla og meiðslum langt umfram það sem hægt er að líða.

„Skrifandi síðunnar hefur nógu langa reynslu af því að nota hjólastíga til að geta borið um það, hvernig sú staðreynd að slysatíðnin á rafskútunum er sú langhæsta í umferðinni. Hlálegt er að láta aðeins krakka vera skyld til að nota hlífðarhjálma og beinlínis vítavert að líða það að allt að þrír séu á hverri skútu og allir hjálmlausir,“ segir hann.

Þá bætir hann við að ekki virðist hægt að treysta því að geta verið óhultur fyrir rafskútum á hjólastígum þar sem 25 kílómetra hámarkshraði gildir. Þeim sé ekið langt umfram þann hraða og valda með því ólíðandi slysahættu.

„Stutt er síðan ein slík kom á ofsahraða hjálmlaus yfir blinda beygju á hjólastíg og olli með því mikilli slysahættu. Það er engin afsökun að hlífðarhjálmar séu of þungir í vöfum; það er nægt úrval af nettum hjálmum á boðstólum. Þeir, sem eru á ferðinni á þessum slóðum gangandi eða hjólandi, eru svo berskjaldaðir hlífðarlausir, að í þeim efnum er mikilla úrbóta þörf.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hættuleg umferðarljós í Langholtshverfi vekja reiði íbúa – „Það munaði svo litlu að keyrt væri yfir hana“

Hættuleg umferðarljós í Langholtshverfi vekja reiði íbúa – „Það munaði svo litlu að keyrt væri yfir hana“
Fréttir
Í gær

Banaslys í Garðabæ

Banaslys í Garðabæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur raðnauðgari ákærður fyrir brot gegn fjórum konum – Nýtti sér að þær gátu ekki spornað við ofbeldinu og tók háttsemina upp

Meintur raðnauðgari ákærður fyrir brot gegn fjórum konum – Nýtti sér að þær gátu ekki spornað við ofbeldinu og tók háttsemina upp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Yfirlýsing frá Ice Pic Journeys – Harma mjög banaslysið

Yfirlýsing frá Ice Pic Journeys – Harma mjög banaslysið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

CIA segir að markmiðið hafi verið að drepa þúsundir manna

CIA segir að markmiðið hafi verið að drepa þúsundir manna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ung kona lést þegar eftirlíkingu af víkingaskipi hvolfdi í Noregi – Festist undir bátnum

Ung kona lést þegar eftirlíkingu af víkingaskipi hvolfdi í Noregi – Festist undir bátnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helgi Magnús ákveðinn: „Ég mun fara alla leið með þetta og gef ekkert eftir“

Helgi Magnús ákveðinn: „Ég mun fara alla leið með þetta og gef ekkert eftir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björguðu manni úr sjálfheldu – Kaldur og skelkaður þegar hann kom niður

Björguðu manni úr sjálfheldu – Kaldur og skelkaður þegar hann kom niður