fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Segja algóritmann vera að eyðileggja Facebook – „Ég sé mjög sjaldan það sem vinir mínir og ættingjar eru að gera“

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 22. maí 2024 16:00

Facebook hefur mátt muna sinn fífil fegurri að mati fjölmiðlafólksins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir notendur samfélagsmiðilsins Facebook hafa tekið eftir því að forritið er orðið verra en það var áður. Meðal annars sjá notendur færri færslur frá vinum sínum en í staðinn er þeim drekkt í erlendu jarmi (meme´s) og auglýsingum.

Á meðal þeirra sem hafa orð á þessu eru fjölmiðlafólkið Egill Helgason og Lára Zulima Ómarsdóttir, einmitt á Facebook.

„Maður skyldi gera sér grein fyrir því að Facebook hegðar sér býsna mikið öðruvísi en þegar vefurinn var yngri og ferskari. Það þýðir til dæmis lítið að deila tenglum núorðið, algóritminn sér til þess að slíkar færslur sökkva eins og steinn. Það sama á við um til dæmis tengla á viðburði,“ segir Egill helgason í færslu.

Segir hann þetta koma ýmsum sem voru vanir því að nota fídusa sem þessa í vandræði. „Reglunum er breytt án þess að notendur séu látnir vita – yfirleitt í engu öðru en gróðaskyni,“ segir Egill.

Þurfum nýja miðla

Öðru hefur Egill einnig tekið eftir. Það er að Facebook virðist sigta út ákveðin orð eða skammstafanir sem ekki eiga upp á pallborðið.

„Ég birti góðlátlega færslu þar sem sagði frá ferð til Brighton. Rifjaði upp gamla sögu af tilraunum írska lýðveldishersins til að koma breskum forsætisráðherra fyrir kattarnef, notaði skammstöfun yfir þessar sveitir sem nú hafa lagt upp laupana. Hún gerði held ég útslagið. Það var eins og við manninn mælt – færslan lenti í ónáð hjá algóritmanum og fékk lítil viðbrögð,“ segir Egill. „Svona er möndlað með þennan samskiptamáta sem við höfum vanið okkur á – það er auðvitað alveg ferlegt. Við þurfum nýja miðla.“

Fjölmargir taka undir með Agli í athugasemdunum. Meðal annars fjölmiðlamaðurinn og rithöfundurinn Illugi Jökulsson sem spyr hvað Mark Zuckerberg, stofnandi og eigandi samfélagsmiðlisins, telji sig græða á þessum breytingum.

Er að gefast upp

Í færslu fyrir skemmstu kvartaði Lára Zulima Ómarsdóttir einnig yfir breytingunum hjá Meta, móðurfélagi Facebook. Sakaði hún stjórnendur um að hafa svo gott sem eyðilagt samfélagsmiðlinn fyrir sér.

„Ég sé mjög sjaldan það sem vinir mínir og ættingjar eru að gera og get ekki lengur valið að sjá stöðuuppfærslur eftir vinahópum þannig að núna sé ég nánast bara eitthvað frá næstum ókunnugum, auglýsingar, gamlar færslur og leiðindi,“ segir Lára. „Ég er við það að gefast upp.“

Spyr hún vini sína hvort þeir telji að breytingarnar hafi gert fólk ánægðra og miðað við svörin virðist svo ekki vera. Nefnir fólk að það hafi minni stjórn á því sem það fær að sjá, færslur frá sumum vinum sjáist aldrei lengur en allt sé að drukkna í auglýsingum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti