fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Lögregla rannsakar óhugnanlega árás á unga stúlku í Hafnarfirði í morgun

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 22. maí 2024 14:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er nú með til rannsóknar árás á unga stúlku skammt frá Víðistaðaskóla í Hafnarfirði í morgun. Þetta staðfestir Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við DV.

Vakin var athygli á málinu í Facebook-hópi íbúa Norðurbæjar í Hafnarfirði á öðrum tímanum í dag þar sem móðir stúlkunnar lýsti atvikinu. Var stúlkan, sem er 12 ára, á leið í Víðistaðastóla, örlítið of sein, þegar maður kom aftan að henni, tók hana hálstaki og fyrir munn hennar.

„Hún nær að bíta hann, sparkar aftur fyrir sig og nær þá að rífa sig lausa. Þegar hún sparkar virðist hann blóta en ekki á tungumáli sem dóttir mín skilur. Lýsing hennar passar að nokkru leyti við manninn sem varað var við í byrjun maí en þessi var í svartri úlpu með hettu sem huldi að hluta andlit hans en ekki appelsínugulri. Þetta var nálægt sparkvellinum við Víðistaðaskóla en rétt fyrir utan það svæði sem myndavélar skólans ná á,“ sagði móðir stúlkunnar.“

Fjallað var um sambærileg atvik í fréttum fyrir hálfum mánuði en þá hafði lögreglu borist tvær ábendingar um mann sem sagður var hafa áreitt börn nærri Engidalsskóla í Hafnarfirði. Engidalsskóli er skammt frá Víðistaðaskóla og var maðurinn sagður hafa elt einn dreng og ráðist á annan.

Skúli segir í samtali við DV að lögreglu hafi ekki tekist að hafa hendur í hári mannsins og það sé í rannsókn hvort um sama mann sé að ræða í öllum tilvikum. „Þetta er í rannsókn þetta tilvik ásamt hinum. Við tengjum þetta svo sem saman en vitum það ekki fyrir víst. Við erum að vinna í þessu.“

Skúli segir að stúlkan sem varð fyrir manninum í morgun hafi ekki verið með sýnilega áverka en eðli málsins samkvæmt brugðið.

DV ræddi við föður stúlkunnar og vildi hann brýna fyrir foreldrum að ræða við börn sín. „Það var búið að minnast á þessa hættu við hana og það er kannski ein ástæða þess að hún fraus ekki, hún vissi strax að hún var í hættu,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Illugi ómyrkur í máli – „Þetta var Hitlers-kveðja og ekkert annað“

Illugi ómyrkur í máli – „Þetta var Hitlers-kveðja og ekkert annað“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“
Fréttir
Í gær

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá
Fréttir
Í gær

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello
Fréttir
Í gær

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka
Fréttir
Í gær

Guðmunda þekkir það vel að vera aftast í röðinni og gleymast – „Ég lifi það ekki af að bíða svo lengi, henni varð á að hlæja“

Guðmunda þekkir það vel að vera aftast í röðinni og gleymast – „Ég lifi það ekki af að bíða svo lengi, henni varð á að hlæja“
Fréttir
Í gær

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“