fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fréttir

Katrín: „Ef ég teldi að ég hefði svikið þjóðina þá væri ég ekki að gefa kost á mér í þetta embætti“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 21. maí 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra og forsetaframbjóðandi, segir það af og frá að hún hafi svikið íslensku þjóðina. Katrín var á forsetafundi Morgunblaðsins á Græna hattinum á Akureyri í gærkvöldi þar sem hún svaraði meðal annars spurningum úr sal.

Í Morgunblaðinu í dag er stiklað á stóru um það sem fram kom á fundinum og þar kemur fram að einn fundargesta hafi spurt Katrínu út í gagnrýni sumra vinstrimanna að hún hefði svikið þá.

„Ef ég teldi að ég hefði svikið þjóðina þá væri ég ekki að gefa kost á mér í þetta embætti. Ég held að fólk hafi kynnst mér ágætlega sem stjórnmálamanni og viti ósköp vel að í stjórnmálum myndi ég alltaf gera það sem í raun og veru er gagnrýnt mest, það er að segja að leita lausna, leita málamiðlana, því að þannig virka lýðræðissamfélög.“

Katrín var spurð nánar út í það hvort hún hefði svikið vinstrimenn og þá sagði hún að vinstrimenn væru líka hluti af þjóðinni. Bætti hún við að hollusta forseta væri aðeins ein og hún væri við þjóðina. „Ég treysti mér til að sýna engum hollustu nema þjóðinni,“ sagði Katrín.

Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Prósents sem fjallað er um á forsíðu Morgunblaðsins í dag er Katrín komin í forystu í baráttunni um Bessastaði. Mælist fylgi hennar nú 22,1% en fylgi Höllu Hrundar Logadóttur mælist 19,7% og Baldurs Þórhallssonar 18,2%. Halla Tómasdóttir hefur sótt í sig veðrið að undanförnu og mælist nú með 16,2% fylgi. Jón Gnarr er svo þar á eftir með 13,4% fylgi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri