fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Fréttir

Katrín: „Ef ég teldi að ég hefði svikið þjóðina þá væri ég ekki að gefa kost á mér í þetta embætti“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 21. maí 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra og forsetaframbjóðandi, segir það af og frá að hún hafi svikið íslensku þjóðina. Katrín var á forsetafundi Morgunblaðsins á Græna hattinum á Akureyri í gærkvöldi þar sem hún svaraði meðal annars spurningum úr sal.

Í Morgunblaðinu í dag er stiklað á stóru um það sem fram kom á fundinum og þar kemur fram að einn fundargesta hafi spurt Katrínu út í gagnrýni sumra vinstrimanna að hún hefði svikið þá.

„Ef ég teldi að ég hefði svikið þjóðina þá væri ég ekki að gefa kost á mér í þetta embætti. Ég held að fólk hafi kynnst mér ágætlega sem stjórnmálamanni og viti ósköp vel að í stjórnmálum myndi ég alltaf gera það sem í raun og veru er gagnrýnt mest, það er að segja að leita lausna, leita málamiðlana, því að þannig virka lýðræðissamfélög.“

Katrín var spurð nánar út í það hvort hún hefði svikið vinstrimenn og þá sagði hún að vinstrimenn væru líka hluti af þjóðinni. Bætti hún við að hollusta forseta væri aðeins ein og hún væri við þjóðina. „Ég treysti mér til að sýna engum hollustu nema þjóðinni,“ sagði Katrín.

Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Prósents sem fjallað er um á forsíðu Morgunblaðsins í dag er Katrín komin í forystu í baráttunni um Bessastaði. Mælist fylgi hennar nú 22,1% en fylgi Höllu Hrundar Logadóttur mælist 19,7% og Baldurs Þórhallssonar 18,2%. Halla Tómasdóttir hefur sótt í sig veðrið að undanförnu og mælist nú með 16,2% fylgi. Jón Gnarr er svo þar á eftir með 13,4% fylgi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Nauðgunardómur Vilhelms fer ekki fyrir Hæstarétt

Nauðgunardómur Vilhelms fer ekki fyrir Hæstarétt
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Stefán Einar svarar fyrir sig: „Fólk þarf ekki að mæta og það þarf ekki að hlusta”

Stefán Einar svarar fyrir sig: „Fólk þarf ekki að mæta og það þarf ekki að hlusta”
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Fá ekki greitt fyrir óunna yfirvinnu úr þrotabúi Skagans 3X

Fá ekki greitt fyrir óunna yfirvinnu úr þrotabúi Skagans 3X
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Pétur mælir ekki með að fólk kaupi allar raðirnar í Lottó – „Þá er hann í vondum málum“

Pétur mælir ekki með að fólk kaupi allar raðirnar í Lottó – „Þá er hann í vondum málum“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast
Fréttir
Í gær

Segir að Rússar séu reiðubúnir til að herða stríðsrekstur sinn

Segir að Rússar séu reiðubúnir til að herða stríðsrekstur sinn
Fréttir
Í gær

Bandarískir fjölmiðlar gefa ekki mikið fyrir Grænlandsferð Vance – „Fasteignaskoðun“

Bandarískir fjölmiðlar gefa ekki mikið fyrir Grænlandsferð Vance – „Fasteignaskoðun“