fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Japanir vígja risavaxið hvalveiðiskip – „Tákn um að atvinnugreinin sé að snúa aftur“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 21. maí 2024 13:30

Skipið er risavaxið miðað við eldri hvalveiðiskip Japana. Mynd/Whaling Defence Agency

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Japanir hafa sett á flot nýtt risastórt hvalveiðiskip, Kangei Maru. Verið er að reyna að auka hvalkjötsneyslu heimamanna eftir dalandi eftirspurn  undanfarinnar ára.

„Veiðiði stóra hvali! Komiði heil heim aftur!“ Þetta stóð í bréfi sem hópur japanskra barna hafði sett saman fyrir vígsluathöfn skipsins á fimmtudag. Börnin höfðu einnig æft dansatriði fyrir vígsluna. Kangei Maru sigldi úr höfn í borginni Shimonoseki í norðaustur hluta landsins eins og segir í frétt AFP um málið.

Reynt að snúa þróuninni við

Japanir eru, ásamt Íslendingum og Norðmönnum, ein af þremur þjóðum sem enn veiða stórhveli. Eins og flestir vita hafa veiðarnar verið mjög umdeildar. Líkt og á Íslandi hafa japönsk hvalveiðiskip verið hundelt og trufluð af hvalverndunarsinnum og þrýst hefur verið á stjórnmálamenn úr öllum áttum.

Eftirspurnin í Japan hefur verið á niðurleið síðan á sjötta áratug síðustu aldar og er það einkum eldra fólk sem leggur sér kjötið til munns. Unga fólkið vill ekki borða hval og margir stórmarkaðir í Japan neita að selja það innan sinna veggja.

Hins vegar hefur verið átak í Japan um að reyna að koma hvalkjöti aftur á diska landsmanna. Í ljósi þess að stórmarkaðir vilja ekki selja kjötið hafa sjálfsafgreiðslubúðir verið settar upp í Tókýó og nokkrum öðrum stórum borgum.

Veiða 200 hvali í ár

Hið nýja risavaxna hvalveiðiskip er einnig hluti af þessu átaki. Skipið er 9.300 tonn og hefur 100 manna áhöfn. Útbúnaðurinn um borð er mjög fullkominn og hægt er að vinna kjötið áður en það er fryst. Verður skipið mánuðum saman úti á Kyrrahafinu að veiðum.

Kostnaðurinn við smíði skipsins var 7,5 milljarðar jena, eða tæpir 7 milljarðar íslenskra króna. Reiknað er með að veiddir verða 200 hvalir fyrir árslok.

„Þetta er nýtt skip fyrir nýtt tímabil, tákn um að atvinnugreinin sé að snúa aftur,“ sagði Hideki Tokoro, forstjóri útgerðarinnar sem gerir út Kangei Maru.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater
Fréttir
Í gær

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi segir verið að hafa almenning að fíflum

Guðmundur Ingi segir verið að hafa almenning að fíflum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fleiri Loga töskur dúkka upp – „Hvað er í gangi?“

Fleiri Loga töskur dúkka upp – „Hvað er í gangi?“