fbpx
Fimmtudagur 12.september 2024
Fréttir

Erfiðleikar hjá veitingastaðnum Ítalíu sem skuldar laun – „Það er bara fyrir einhverja klikkhausa að standa í þessu“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 21. maí 2024 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona sem starfaði í þrjá mánuði hjá veitingastaðnum Ítalíu á inni 370.000 króna launagreiðslu hjá fyrirtækinu sem átti að berast um síðustu mánaðamót. Konan hætti störfum hjá fyrirtækinu þar sem launagreiðslur töfðust sífellt. Konan segir í samtali við DV að þrír aðrir starfsmenn séu í svipaðri stöðu. Skjáskot af skilaboðaspjalli konunnar við eiganda staðarins styðja mál hennar, að hún eigi inni laun hjá fyrirtækinu. Einnig sést að henni var síðasta lofað að allt yrði gert upp þann 10. maí síðastliðinn.

Á föstudag greindi Mannlíf frá því að kona ein ætti 130 þúsund krónur inni hjá staðnum vegna vinnu á nokkrum rauðum dögum í apríl. Samkvæmt heimildum DV hefur konan fengið gert upp hjá staðnum.

DV ræddi stöðuna við eiganda Ítalíu, Elvar Ingimarsson, á föstudag. Hann sagði ýmis áföll hafa herjað á staðinn undanfarna mánuði og viðurkenndi að einhverjar launagreiðslur hefðu tafist. Það væri hins vegar unnið hörðum höndum við að gera upp öll útistandandi laun.

Ítalía var um áratuga skeið staðsett neðarlega á Laugarvegi en flutti að Frakkastíg 8b skömmu eftir áramót. Sú umbreyting hefur ekki gengið áfallalaust fyrir sig.

„Við áttum í brasi tvo mánuði í röð þar sem var ansi rólegt, við vorum að flytja staðinn, launakostnaður fór úr böndunum og það er búið að taka tíma að greiða úr því. En við erum að því, eitthvert aukafólk var eftir en það verður gert upp núna öðru hvorum megin við helgina,“ sagði Elvar í samtali við DV á föstudag. Ljóst er að þessi fyrirheit hafa ekki enn gengið eftir að fullu.

Elvar sagði ennfremur: „Við lentum í því í opnuninni með fullt hús yfir helgi að loftræstikerfið bilaði og sló út laugardag og sunnudag, trekk í trekk, húsið fylltist af reyk og slökkviliðið kom. Núna er loksins búið að ráða bót á því. Ég held að síðasta helgi hafi verið fyrsta helgin sem gekk áfallalaust hjá okkur. Það er bara fyrir einhverja klikkhausa að standa í þessu,“ sagði Elvar við DV á föstudag og hét því að laun verður gerð upp á næstunni.

Uppfært kl. 13:28: 

Konan sem greint frá í upphafi fréttar fékk gert upp hjá Ítalíu laust eftir hádegi í dag. Ljóst er að eigandi Ítalíu vinnur að því að gera upp launaskuldir fyrirtækisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Ný áfengisverslun í samstarfi við Hagkaup opnar í dag

Ný áfengisverslun í samstarfi við Hagkaup opnar í dag
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Stefán segir sárt að horfa upp á þetta: „Flestir leiðsögumennirnir eru útlenskir krakkar“

Stefán segir sárt að horfa upp á þetta: „Flestir leiðsögumennirnir eru útlenskir krakkar“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

„Dapurt að þeir skuli hafa ákveðið að hætta með þetta“

„Dapurt að þeir skuli hafa ákveðið að hætta með þetta“
Fréttir
Í gær

Friðrik segir drengi nídda niður í hatrammri réttrúnaðarumræðu – „Hundsaðir, niðurlægðir, hæddir og skammaðir“

Friðrik segir drengi nídda niður í hatrammri réttrúnaðarumræðu – „Hundsaðir, niðurlægðir, hæddir og skammaðir“
Fréttir
Í gær

Veiðigjald á uppsjávarfisk verður hækkað

Veiðigjald á uppsjávarfisk verður hækkað
Fréttir
Í gær

Fyrrverandi þingmaður um kappræðurnar: „Hef sveiflast milli sorgar og skammar“

Fyrrverandi þingmaður um kappræðurnar: „Hef sveiflast milli sorgar og skammar“
Fréttir
Í gær

Elliði segir of dýrt að lifa á Íslandi: „Staðan er óviðunandi – Það er kominn tími á aðgerðir“

Elliði segir of dýrt að lifa á Íslandi: „Staðan er óviðunandi – Það er kominn tími á aðgerðir“