fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Fréttir

Segir gjaldskyldu vegna nagladekkja ekki í skoðun

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 16. maí 2024 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég vil taka skýrt fram að það er sannarlega ekki verið að skoða að taka upp gjaldskyldu á notkun nagladekkja í Reykjavík. Sjálfur tel ég mikilvægt að fækka nagladekkjum enda bætir það loftgæði. Það gerum við með fræðslu – og bættum snjómokstri og söltun,“

segir Einar Þorsteinsson borgarstjóri í færslu á Facebook sem hann segist skrifa „í tilefni af undarlegri frétt Mbl af annars góðu málþingi um loftgæði í Reykjavík.“

Einar bendir á að í Reykjavík býr fólk „sem kýs að nota nagladekk öryggisins vegna og yfirleitt vegna þess að það á oft erindi út fyrir borgarmörkin. Höfuðborgin er líka allra landsmanna og hingað kemur fólk sem býr við aðrar aðstæður en flestir íbúar borgarinnar.

Ég myndi styðja jákvæða opinbera hvata til þess að gera harðkornadekk eða aðrar slíkar tegundir hagkvæmari kost en nagladekk. En boð og bönn og auknar álögur hugnast mér ekki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Verð á matvöru hækkar hratt – Hér hefur það þó hækkað mest

Verð á matvöru hækkar hratt – Hér hefur það þó hækkað mest
Fréttir
Í gær

Helgarferð innanlands eða erlendis? – „43.000 ódýrara fyrir okkur að fljúga til London“

Helgarferð innanlands eða erlendis? – „43.000 ódýrara fyrir okkur að fljúga til London“