fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Fréttir

Þakklæti efst í huga Gunnu Dísar eftir heimkomuna frá Eurovision – „Einhverjir báðu mig um að gera þetta ekki“

Fókus
Miðvikudaginn 15. maí 2024 13:44

Guðrún Dís Emilsdóttir var kynnir Eurovision.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarpskonan Guðrún Dís Emilsdóttir er kominn heim frá Svíþjóð eftir að hafa tekið að sér það ærna verkefni að kynna lokakeppni Eurovision eftir að Gísli Marteinn Baldursson, reynslubolti í verkefninu, gaf ekki kosta á sér. Guðrún Dís, sem iðulega er kölluð Gunna Dís, segir í pistli á Facebook-síðu sinni koma reynslunni ríkari heim.

„Ég vissi í raun ekkert hvað ég var að fara út í þegar ég fór. Var forvitin og spennt og staðráðin í að gera mitt besta. Fólk sem stendur mér næst var á báðum áttum með ákvörðun mína að taka verkefnið að mér; einhverjir báðu mig um að gera þetta ekki, óttuðust að ég yrði tekin fyrir og gagnrýnd harkalega. Aðrir hvöttu mig til dáða eins og gengur,“ skrifar fjölmiðlakonan. Hún segir að það sem hafi beðið hennar í Malmö sé eitthvað sem erfitt sé að lýsa en hún ætli þó að láta á það reyna.

Lögreglufylgd og leyniskyttur á húsþökum

„Í Eurovision komu saman listamenn frá 37 þjóðum og þúsundir áhorfenda frá 90 löndum auk allra þeirri fjölmörgu íbúa Malmö og annara nærsamfélaga sem voru á svæðinu. Hugmyndafræði Eurovision byggir á því markmiði að sameina þjóðir evrópu í söng, gleði og friði. Hundruðir milljóna horfa á keppnina ár hvert. Það eru því áleitnar spurningar sem leituðu á hugann þegar ég var kominn út því þrátt fyrir allt framangreint voru áberandi hinir þungvopnuðu lögreglumenn og konur sem öll höfðu það eina markmið að gæta öryggis þeirra sem mætt voru á svæðið, ýmist til að taka þátt í eða fylgjast með keppninni. Brynvarðir bílar um allt, vegtálmar og steypuklumpar í kringum alla staði þar sem fólk kemur saman til að ekki sé hægt að keyra stór ökutæki inn í mannfjölda eða byggingar. Lögreglufylgd fyrir framan og aftan allar rútur til og frá keppnishöllinni og leyniskyttur á húsþökum í kring. Í öllum byggingum tengdum keppninni var gengið í gegnum nokkur málmleitarhlið og hvergi voru töskur eða bakpokar leyfðir,“ skrifar Gunna Dís.

Berskjölduð í beinni

Hún segir að þessa daga í Malmö hafi hún kynnst ótrúlegu fólki, hugrökku listafólki sem mætt var á svæðið til að stíga á svið, berskjölduð í beinni útsendingu við að flytja lag sem fulltrúar þjóða sinna.

„Það er allt eða ekkert, taka stökkið og vonast til þess að hvernig sem fer þá verði þeim mætt með hlýju. Ég fylgdist með framgöngu þeirra á sviðinu í óteljandi viðtölum og blaðamannafundum þar sem þau töluðu um mikilvægi friðar, kærleika og umburðalyndis. Þessi boðskapur þeirra fór víða, en til Malmö voru mættir hundruðir blaðamanna til að flytja fréttir af því sem þau höfðu að segja. Þau eru auðvitað öll sigurvegarar, en Nemó stóð uppi sem sigurvegarinn. Yndislega falleg og góð manneskja með hjarta úr gulli sem kom í fyrra út sem kynsegin einstaklingur. Lagið sem hán flutti svo stórkostlega fjallar um að brjótast út úr kóðanum. Þennan sigurvegara kusu áhorfendur keppninnar frá yfir 140 löndum,“ skrifar Gunna Dís.

„Því hatrið má aldrei sigra“

Hún segir keppnina í ár hafa auðvitað einkennst af gagnrýninni á Ísrael í ljósi þeirra hörmunga sem nú eiga sér stað á Gaza-ströndinni.

„Engin þjóð tók hinsvegar þá afstöðu að sniðganga keppnina í ár af þessum sökum heldur reyna að einblína á gildi keppninnar og koma friðarboðskap og kærleika á framfæri við allan heiminn. Þakklæti er mér eftst í huga við heimkomuna. Þakklæti fyrir að vera treyst fyrir þessu verkefni og þakklæti fyrir það góða fólk sem vann þetta með mér. Þakklæti til keppenda sem nýttu sér platformið og létu í sér heyra um mikilvægi friðar fyrir botni miðjarðarhafs. Til Nemo sem braut blað í sögu keppninnar sem fyrsti kynsegin sigurvegarinn og áhorfenda sem kusu hán. Að lokum er ég óendanlega þakklát móttökunum í Svíþjóð, skipuleggjendum og því lögreglufólki sem saman stóð vaktina og myndaði hjúp í kringum alla þá sem saman fögnuðu fjölbreytileikanum. Því hatrið má aldrei sigra,“ skrifar fjölmiðlakonan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar
Fréttir
Í gær

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vekur athygli á að glæraísing geti myndast á höfuðborgarsvæðinu síðdegis

Vekur athygli á að glæraísing geti myndast á höfuðborgarsvæðinu síðdegis