fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fréttir

Íslenska lögreglan í annarri umsvifamikilli aðgerð – Risastór hakkarahringur tekinn niður

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 15. maí 2024 22:30

Skiltið sem var sett upp í dag í staðinn fyrir heimasíðu BreachForums.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska lögreglan tók þátt í að taka niður BreachForums, risastóran markað fyrir netglæpamenn í dag. Vefsíðan var haldlögð sem og Telegram síða hópsins sem telur meira en 300 þúsund meðlimi.

Aðgerðin var unnin í samstarfi við bandarísku alríkislögregluna FBI og lögregluyfirvöld í Ástralíu, Nýja Sjálandi, Sviss, Bretlandi og Úkraínu. Voru síðurnar teknar niður snemma í dag og í staðinn sett upp skilti þar sem niðurtakan var tilkynnt.

Markaður með ólöglegan netvarning

BreachForums, sem tók við af RaidForums, var markaður þar sem netglæpamenn gátu keypt og selt ýmsan ólöglegan netvarning. Svo sem stolna upplýsingabanka, auðkenni fólks, þjónustu hakkara og ýmis forrit til þess að hakka með. Meðlimir voru í kringum 340 þúsund.

Bandaríska alríkislögreglan hefur haft hópinn til rannsóknar um nokkurt skeið. Fyrst var RaidForums síðan tekin niður og nú BreachForums. Í mars á síðasta ári var stofnandinn Conor Brian Fitzpatrick handtekinn í New York borg.

Hugsanlega tveir í varðhaldi

Í auglýsingu lögreglunnar má sjá að mynd af fangelsisrimlum yfir tveimur notendamyndum (avatars), það er myndir notendanna Baphomet og ShinyHunters. Gefur það hugsanlega til kynna að þessir tveir meðlimir séu í haldi lögreglu.

Sjá einnig:

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Ekki kemur fram hver aðkoma hvers lögregluembættis sé í aðgerðinni, en ljóst er að hún er leidd af hinum bandarísku.

Stutt er síðan íslenska lögreglan tók þátt í svipaðri aðgerð, með FBI, Europol og lögreglunni í Portúgal. Það er í lok apríl þegar umsvifamikil svikastarfsemi með rafmyntir var stöðvuð hjá fyrirtækinu Samourai og tveir einstaklingar handteknir beggja vegna Atlantsála.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“
Fréttir
Í gær

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða
Fréttir
Í gær

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur
Fréttir
Í gær

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Í gær

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú