fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Einar Ágúst sneri við blaðinu eftir símtal frá þekktum handrukkara – „Þitt hjartalag á ekki heima hérna“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 15. maí 2024 18:30

Einar Ágúst Víðisson Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hætti í öllu og endaði bara einn í einhverjum skúr. Ég bjó í Vogum á Vatnsleysuströnd í húsi sem Annþór Karl Kristjánsson átti og hann var þá fangi á Litla Hrauni. Ég var meiri fangi úti í samfélaginu ófrjáls en hann á Litla Hrauni. Hann hringdi í mig einn dag og sagði bara: „Einar ertu til í að gera mér einn greiða? Ertu til í að hætta þessu krimmarugli, viltu gera það fyrir mig, þú ert allt of góður strákur til að vera í þessu kjaftæði, þitt hjartalag á ekki heima hérna. Samtalinu lauk, ég horfði bara á símann og hætti þessu,“

segir Einar Ágúst Víðisson söngvari sem er nýjasti gestur Kiddu Svarfdal í podcasti hennar Fullorðins.

Einar Ágúst segir Annþór hafa hjálpað honum mikið á erfiðum tímum í sínu lífi þrátt fyrir að þeir hafi lítið þekkst. „Hann er einn af þessu fólki sem hefur haft meiri trú á mér en ég sjálfur.“

Handtekinn og missti allt

Haustið 2004 var Einar Ágúst handtekinn vegna fíkniefnainnflutnings, og segist hann á einni viku hafa tapað öllu: mannorðinu, hjónabandinu, vinnunni, hljómsveitinni. Fjallað var um málið í fjölmiðlum á sínum tíma, meðal annars í DV.

Einar Ágúst komst ítrekað í kast við lögin meðan hann var í neyslu. „Vorið 2006 þegar ég var búinn að reyna að vera edrú og gengur aldrei neitt. Ég þori ekki út af minni trú og svo er ég heigull að eðlisfari þannig að ég þori ekki að drepa mig, en ég ætla bara að dópa mig í klessu og það gekk ógeðslega vel. Ég var kominn í brútal neyslu, var ákærður fyrir manndráp með ólöglegu skotvopni og pyntingar. Við tókum strák sem var að misnota konur og pyntuðum hann bara. Maður upplifði sig sem eitthvað dómsvald. Ég var kominn á ógeðslegan stað,“ segir Einar Ágúst og rifjar upp þegar hann sat með skotvopn og tilbúinn að enda líf sitt þegar bróðir hans hringdi og hann ákvað að svara. Segist Einar Ágúst vera ófeiminn við að segja frá svona atvikum í viðtölum og eftir þau leiti til hans ungir strákar sem segjast ekki hafa neinn til að tala við.

Einar Ágúst segist hafa verið beittur tveimur líkamsárásum á þessun tíma með mánaðarmillibili. „Ég þekki alla aðila í árásunum, og þetta eru bestu vinir mínir í dag, þetta eru dásamlegir drengir. Þessir hlutir gerast, eins og sponsorinn minn sagði: „Þú bjóst í húsi þekktasta handrukkara á Íslandi, rífandi kjaft á öllum vitlausum stöðum, auðvitað hlaut að enda með því að þú varst laminn.“ Segist Einar Ágúst hafa ákveðið að reyna einu sinni enn að verða edrú og gekk hann í 12 spora samtökin.

Einar Ágúst og Kidda ræða fjölmargt fleira í viðtalinu sem horfa má á í fullri lengd í áskrift á fullordins.is.

Í þessari frétt er fjallað um þunglyndi og sjálfsvíg. Ef ein­stak­ling­ar glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir er bent á Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa sam­band við Píeta-sam­tök­in sem veita ókeyp­is ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl.8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fjárfestar hafa sölsað undir sig tæplega 90% seldra íbúða á árinu – „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt“

Fjárfestar hafa sölsað undir sig tæplega 90% seldra íbúða á árinu – „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Pawel sakar stjórnvöld um aumingjaskap – „Hvernig væri að kalla stjórnendur þessa miðils í skýrslutöku“

Pawel sakar stjórnvöld um aumingjaskap – „Hvernig væri að kalla stjórnendur þessa miðils í skýrslutöku“
Fréttir
Í gær

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater
Fréttir
Í gær

Dómur kveðinn upp yfir Kourani – Hefur brotið af sér og ofsótt fólk árum saman

Dómur kveðinn upp yfir Kourani – Hefur brotið af sér og ofsótt fólk árum saman
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Drama í ófullgerðu fjöleignarhúsi – Ósátt við nýju veggina og neituðu að færa bílana

Drama í ófullgerðu fjöleignarhúsi – Ósátt við nýju veggina og neituðu að færa bílana